- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
C1, vörubifreið allt að 7.500 kg
C vörubifreið stærri en 7.500 kg.
D1 hópbifreið fyrir allt að 16 farþegar
D hópbifreið fyrir fleiri en 16 farþega
Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini þurfa atvinnubílstjórar að sitja 35 kennslustunda námskeið, Endurmenntun atvinnubílstjóra á 5 ára fresti. Hvert námskeið eru 7 kennslustundir og dreifist á 5 daga.
Í ársbyrjun 2025 tók í gildi ný reglugerð sem krefur atvinnubílstjóra að sitja að minnsta kosti eitt námskeið sem inniheldur verklega þjálfun. Sem dæmi um verklega kennslu er námskeið okkar Aðkoma að slysavettvangi.
Þeir aðilar sem hafa ökuréttindi í flokki C1,C,D1 og D en eru ekki í flutningum gegn gjaldi þurfa ekki að sitja þessi námskeið.
Þeir aðilar missa að sjálfsögðu ekki ökuréttindi sín en mega ekki aka þessum ökutækjum þar sem verið er að taka gjald fyrir flutninginn, hvort heldur sem um er að ræða flutning á fólki, vöru eða efni.
Þeir aðilar geta alltaf orðið sér út um þessi námskeið ef það skyldi koma til að þeir færu að starfa við akstur þeirra ökutækja sem endurmenntunar er krafist fyrir.
Heimilt er að skipta námskeiðsdögum niður á þessi 5 ár, þ.e.a.s hægt er að taka einn námskeiðsdag á ári ef aðilar kjósa svo, þó ber að hafa í huga að aðeins mega líða 5 ár frá því hvert námskeið í kjarnagreinum er tekið þar til það námskeið er tekið aftur.
Vissir þú að einstaklingur sem hefur C réttindi og er komin að því að þurfa að endurnýja atvinnuréttindi sín getur bætt við sig D réttindum og fær þau vitbótar réttindi metin, fær sem sagt 95 tákntöluna í ökuskírteinið við útgáfu á nýju ökuskírteini vegna D réttindana og er þá komin með atvinnuréttindi fyrir C réttindin sín einnig, næstu 5 árin.
Hæfniviðmið.
Nemendur hafi öðlast þekkingu og skilning á:
a. Mikilvægi mengunarvarna og umhverfisverndar,
b. Náttúruvernd og meginreglum vinnuvistfræði.
Nemendur hafi öðlast leikni í:
a. Akstri með vistvænum hætti þannig að eldsneytiseyðsla sé í lágmarki, til dæmis með skynsamlegri notkun vélarafls og hemla.
Geti hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
a. Aka af framsýni og geta greint vísbendingar um hættur í umferðinni,
b. Nota öryggisreglur sem fylgja skal við akstur sem og þegar ökutækið er kyrrstætt,
c. Meta öryggi á vegum með tilliti til veðurfars og
d. Aka mjúklega og af öryggi.
Ekill kennir námskeiðið Vistakstur, öryggi í akstri sem hluti af þessum kafla.
Hæfniviðmið.
Nemandi hafi öðlast þekkingu og skilning á:
a. Reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna,
b. Helstu reglum er varða leyfisveitingar,
c. Skipulagi farþega- og/eða vöruflutninga og helstu stofnunum sem koma þar að,
d. Ákvæðum í lögum og reglum um farþega og/eða farmflutninga í atvinnuskyni og
e. Viðurlögum við umferðarbrotum.
Nemandi hafi öðlast leikni í:
a. Notkun ökurita.
Nemandi geti hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
a. Starfa eftir gildandi lögum og reglum um akstur í atvinnuskyni
Ekill kennir námskeiðið Lög og reglur sem hluti af þessum kafla.
Hæfniviðmið.
Nemandi hafi öðlast þekkingu og skilning á:
a. Helstu tegundum umferðar- og vinnuslysa í flutningsgeiranum og hvernig draga megi úr hættu á slysum,
b. Vegakerfi landsins og helstu hættum sem geti leynst við sérstakar aðstæður,
c. Meginreglum vinnuvistfræði,
d. Áhrifum líkamlegra þátta á hæfni til aksturs,
e. Öryggisbúnaði bifreiða, bæði í ökumanns- og farþegarými sem og bíltæknilegan búnað sem dregið getur úr slysahættu og
f. Þeim kröftum sem hafa áhrif á stórar bifreiðir í akstri og hvernig farmur hefur áhrif á aksturseiginleika þeirra.
Nemandi hafi öðlast leikni í:
a. Að stjórna á vettvangi slyss og að vinna með viðbragðsaðilum.
Nemandi geti hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
a. Beita helstu aðferðum við slysavarnir og skyndihjálp,
b. Samnýta vegi,
c. Velja rétta staðsetningu á vegi,
d. Veita vandaða og örugga þjónustu og tileinka sér góða framkomu gagnvart farþegum og/eða öðrum vegfarendum,
e. Reikna út farmþunga og
f. Meta langsum og þversum hreyfingar ökutækis.
Ekill kennir námskeiðið Umferðaröryggi, bíltækni sem hluti af þessum kafla.
Líkt og fram hefur komið þarf einnig að taka eitt verklegt námskeið en fimmta námskeiðið getur verið annað samþykkt námskeið.
Ekill býður upp á námskeið á borð við Óstöðvandi, Farþegaflutningar og vöruflutningar sem eitt af þeim námskeiðum sem hægt er að taka sem fimmta námskeið.