- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
C1, vörubifreið allt að 7.500 kg
C vörubifreið stærri en 7.500 kg.
D1 hópbifreið fyrir allt að 16 farþegar
D hópbifreið fyrir fleiri en 16 farþega
Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini þurfa atvinnubílstjórar að sitja 35 kennslustunda námskeið, Endurmenntun atvinnubílstjóra á 5 ára fresti. Hvert námskeið eru 7 kennslustundir og dreifist á 5 daga. Kennsla fer fram í rauntíma í gegnum Zoom fjarfund.
Þeir aðilar sem hafa ökuréttindi í flokki C1,C,D1 og D en eru ekki í flutningum gegn gjaldi þurfa ekki að sitja þessi námskeið.
Þeir aðilar missa að sjálfsögðu ekki ökuréttindi sín en mega ekki aka þessum ökutækjum þar sem verið er að taka gjald fyrir flutninginn, hvort heldur sem um er að ræða flutning á fólki, vöru eða efni.
Þeir aðilar geta alltaf orðið sér út um þessi námskeið ef það skyldi koma til að þeir færu að starfa við akstur þeirra ökutækja sem endurmenntunar er krafist fyrir.
Heimilt er að skipta námskeiðsdögum niður á þessi 5 ár, þ.e.a.s hægt er að taka einn námskeiðsdag á ári ef aðilar kjósa svo, þó ber að hafa í huga að aðeins mega líða 5 ár frá því hvert námskeið í kjarnagreinum er tekið (vistakstur, umferðaöryggi, lög og reglur, vöruflutningar og farþegarflutningar) þar til það námskeið er tekið aftur.
Vissir þú að einstaklingur sem hefur C réttindi og er komin að því að þurfa að endurnýja atvinnuréttindi sín getur bætt við sig D réttindum og fær þau vitbótar réttindi metin, fær sem sagt 95 tákntöluna í ökuskírteinið við útgáfu á nýju ökuskírteini vegna D réttindana og er þá komin með atvinnuréttindi fyrir C réttindin sín einnig, næstu 5 árin.
1. Farþegaflutningar eða
2. Vöruflutningar.
Aðili sem hefur ökuréttingi á bæði vöru- og hópbifreið og er að keyra báðar þær bifreiðar eitthvað yfir árið í atvinnuskyni, getur valið um að taka bæði námskeið fyrir farþegaflutninga og vöruflutninga eða annað hvort námskeiðið.
Aðili sem velur að taka bara annað af þessum námskeiðum missir ekki atvinnuréttindi sín fyrir það námskeið sem hann tók ekki.
Dæmi; aðili með ökuréttindi C og D ákveður að taka námskeið fyrir vöruflutninga en ekki farþegaflutninga, missir ekki atvinnuréttindi sín fyrir D þó svo að hann hafi ákveðið að taka ekki námskeið fyrir farþegaflutninga
Hann verður engu að síður að velja sér annað námskeið undir valgreinum t.d fagmennska og mannlegi þátturinn eða annað sem honum lýst á og verður í boði til að fylla upp í 35 kennslustunda námskeið sem krafist er.
Valgreinar
1. Óstöðvandi - lyklar að meiri ánægju og árangri í leik og starfi
2. Skyndihjálp - Aðkoma að slysavettvangi (kennt af sjúkrafluttningamönnum á Slökkvistöð Akureyrar)
Valgreinar ásamt kjarna og valkjarnagreinum mynda saman þessar 35 kennslustundir sem ætlast er til að atvinnubílstjóri sitji á 5 ára fresti. Valgreinar eru hugsaðar sem val fyrir þá sem hugsa sér að taka aðeins annað valkjarnanámskeiðið (vöruflutningar, farþegaflutningar).