- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Þegar unglingur hefur náð 16 ára aldri má hann byrja ökunám á bifreið. Taka þarf bóklegt sem verklegt nám sem samanstendur af námskeiðum sem kallast Ö1, Ö2 og Ö3. Bóklegt Ö1 og Ö2 námskeið er hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla. Að loknu Ö1 námskeiði og 10 verklegum ökutímum getur nemandi fengið útgefið æfingaleyfi og hafið æfingaakstur undir leiðsögn, oftast eru það foreldrar sem taka þá leiðsögn að sér. Seinni hluti ökunáms, hefst alla jafna tveim mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn, þá tekur nemandi Ö2 námskeið og verklegt Ö3 námskeið ásamt 6 verklegum tímum hjá ökukennara. Verklegir tímar eru um 16 í heildina, nemendur geta þó þurft fleiri tíma en það er mat nemanda og kennara hverju sinni.
Námskeið fyrir almenn ökuréttindi
Bókleg sem verkleg námskeið sem samanstanda af námskeiðum Ö1, Ö2 og Ö3. Bókleg námskeið fyrir Ö1 12 kennslustundir og Ö2 10 kennslustundir er hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla, mjög gott námskeið ásamt því að vera þægilegt og ódýrt því taka þarf inn í reikninginn milliferðir frá heimili og til þess staðar sem námskeiðið fer fram. Verkleg kennsla á bílinn u.þ.b 10 tíma fyrir æfingaleyfi er svo best að fari fram samhliða bóklega undirbúningnum og u.þ.b 6 tímar á Ö2 námskeiðinu. Á Ö3 námskeiði er farið í gegnum forvarnir, 5 tíma kennsla sem er blönduð sýni- og fræðileg kennsla þar sem nemandinn er látinn aka skriðvagni (skidcar) sem er sérstaklega útbúinn bíll til æfinga á lokuðu svæði.
Hvenær má ég hefja ökunám? (Ökuskóli 1)
Hefja má ökunám þegar 16 ára aldri hefur verið náð. Námið hefst alla jafna með því að skráningu í Ökuskóla 1. Ekill Ökuskóli bíður upp á þægilegt og sveigjanlegt nám sem nemandi getur tekið þegar honum hentar.
Hvenær má skrá sig í ökuskóla 2
Alla jafna hefst seinni hluti ökunáms tveimur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn. Þá er hægt að skrá sig í Ökuskóla 2 ásamt því að klára þá ökutíma sem standa eftir. Ekill Ökuskóli bíður einnig upp á Ökuskóla 2 á sama hátt og Ökuskóla 1.
Hvenær má skrá sig í ökuskóla 3
Til að geta skráð sig í ökuskóla 3 þarf viðkomandi að hafa lokið 12 ökutímum ásamt ökuskóla 1 og ökuskóla 2. Athugið að Ekill bíður ekki upp á ökuskóla 3. Hægt er að skrá sig í Ökuskóla 3 hjá Ökugerði á Akureyri eða hjá Ökuskóla 3 í Reykjavík.
Get ég valið hvort ég læri á beinskiptan eða sjálfskiptan bíl?
Slíkt er ekkert vandamál. Athugið að ef tekið er próf á sjálfskiptan bíl má sá hinn sami ekki keyra beinskiptan bíl en sjá sem tekur próf á beinskiptan bíl fær réttindi á báðar tegundir.
Hvað fylgir B réttindum?
Verðskrá
Verklegt og bóklegt nám hjá Ekil Ökuskóla
Verð
Verklegir tímar (16 + próftími)
264.000 -kr.
Ökuskóli 1
11.000 -kr.
Ökuskóli 2
11.000 -kr.
Samtals
286.000 -kr.
Annar kostnaður sem nemandinn kann að standa straum af má sjá hér fyrir neðan.
Kostnaðarliður
Verð
Prófgjald Frumherja, bóklegt
6.580 -kr.
Prófgjald Frumherja, verklegt
17.370 -kr.
Ökuskírteini hjá Sýslumanni, fyrsta ökuskírteini/bráðabirgðaskírteini
4.300 -kr.
Ökuskóli 3 Akureyri (okugerdi.is)
48.000 -kr.
Ökuskóli 3 Hafnarfirði (okuskoli3.is)
48.000 -kr.
Prentuð bók, Út í umferðina - Námsefni fyrir B réttindi m/ send.kostn
9.000 -kr.