Meiraprófsnám í staðnámi

Ekill ökuskóli býður upp á nám til aukinna ökuréttinda í Reykjavík. Námið er kennt skv.auglýstri stundaskrá hverju sinni en að jafnaði er það kennt í lotum frá föstudegi til mánudags.

Fræðileg kennsla fer fram í húsnæði Menntaskólans í Kópavogi, Digranesvegi 51, mikilvægt er að mæta á réttum tíma í kennslu til að skapa ekki ónæði við aðra nemendur.

Ekki má fara inn í skólann á útiskóm þar sem unnið er með matvæli í skólanum og gríðarlega háar kröfur um hreinlæti. Við leggjum til að hafa með sér inniskó.

Skór eru geymdir í skógeymslu á hægri hönd þegar komið er inn um innganginn.

Gengið er upp stiga á vinstri hönd og inn gang á hægri hönd þegar komið er upp á 2.hæð - kennslustofan er númer 213.

Í matsal er hægt að fá sér kaffi og vatn án endurgjalds (mikilvægt að taka með sér fjölnota drykkjarílát), en einnig er hægt að kaupa mat og drykk í sjálfsölum.

Þegar verslað er í sjálfsölum þarf að skanna kortið sitt fyrst og síðan gæta þess að greitt hafi verið fyrir það sem tekið er.

Hægt er að taka með sér nesti og hita í örbylgjuofni eða samlokugrilli.

Ekki er leyfilegt að vera með mat í kennslustofu, til þess er matsalurinn. Umfram allt göngum við vel um og skiljum svæðið við okkur eins og við komum að því.

Inngangurinn sem við notum er á myndinni hér að neðan, hann er á vinstri hönd þegar staðið er á bílastæðinu framan við aðalinngang skólans.

MUNA AÐ TAKA MEÐ

  • Inniskó

  • Kaffibolla/vatnsbrúsa

  • Glósubók og penna

  • Góða skapið og metnaðinn

Til að tryggja öryggi nemenda og kennara er skólinn vaktaður bæði að utan og innan með myndavélum, það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því vegna persónuverndar.

-----------

Námið okkar er styrkhæft frá flestum stéttarfélögum, við hvetjum þig til að kanna möguleikana þína á styrk.

Athugið að stéttarfélög taka eingöngu við greiðslukvittunum þar sem sjá má staðfestar færslur/greiðslur frá íslenskum bankareikningi/greiðslukorti til viðkomandi fræðsluaðila. Sjóðurinn tekur ekki gildar greiðslukvittanir fyrir námi/námskeiðum sem greidd eru með peningum.

Því er nóg að senda reikning frá ökuskólanum ásamt færslu út af bankareikningi - ekki er þörf á staðfestingu með stimpli frá skólanum.

Athugið að skólinn er læstur meðan á kennslu stendur. 


Menntaskólinn í Kópavogi

Námsheimild og námskröfur

Nemendur þurfa að uppfylla kröfur skv.námsskrá, þeir þurfa einnig að sækja um námsheimild hjá Sýslumanni og skila inn heilbrigðisvottorði. Mikilvægt er að panta sér tíma hjá lækni og gefa upp að það sé vegna heilbrigðisvottorðs fyrir aukin ökuréttindi. Það getur tekið smá tíma og því gott að panta strax og ákvörðun er tekin um að taka þátt á meiraprófsnámskeiði.

Ökukennsla - Verklegir tímar

Eftir að nemendur hafa lokið við bóklega námskeiðið og staðist Öryggispróf hjá Frumherja er hægt að hefja verklega tíma. Ekill Ökuskóli kennir verklega tíma á Akureyri (Goðanes 8-10), í Hafnarfirði (Gjáhella 17) og á Suðurnesjum (í samráði við kennara).

Styrkur frá stéttarfélagi

Námið okkar er styrkhæft frá flestum stéttarfélögum, við hvetjum þig til að kanna möguleikana þína á styrk.

Athugið að stéttarfélög taka eingöngu við greiðslukvittunum þar sem sjá má staðfestar færslur/greiðslur frá íslenskum bankareikningi/greiðslukorti til viðkomandi fræðsluaðila. Sjóðurinn tekur ekki gildar greiðslukvittanir fyrir námi/námskeiðum sem greidd eru með peningum.

Því er nóg að senda reikning frá ökuskólanum ásamt færslu út af bankareikningi - ekki er þörf á staðfestingu með stimpli frá skólanum.

Persónuvernd

Ekill Ökuskóli, fer eftir reglum Persónuverndar. Frétt á vef personuvernd.is frá 24.03.2020 þar sem Persónuvernd gefur út leiðbeiningar vegna kennslu í skólum og hvað hafa ber í huga. Þær leiðbeinandi reglur sem eiga við í tilviki skólans eru eftirfarandi þættir.

  1. Nemendum og kennurum eru gefnar greinargóð upplýsingar um þau tæki og tæknilausnIr sem notast á við í kennslu.

  2. Ávallt skal gæta fyllstu varkárni við vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga.