- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Ökuréttindi á dráttarvél er í flokki T og veita réttindi til að keyra dráttarvél sem við má tengja eftirvagn eða tengitæki. Til þess að geta fengið réttindi á dráttarvél þarf sá hinn sami að hafa náð 16 ára aldri.
Námskeiðið er kennt hjá Vinnueftirliti ríkisins, sjá upplýsingar um það hér - Vinnueftirlit ríkisins
Námskeiðið gildir fyrir alla vélaflokka sem krafist er réttinda á og er 60 kennslustundir. Námskröfur eru að nemandi hafi náð 17 ára aldri, en almenn ökuréttindi eru forsenda þess að geta verið með vinnuvélar í umferð utan lokaðra vinnusvæða. Námið er þó hægt að hefja 3 mánuðum fyrir 17 ára afmælið.
Sjá reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum.
Sjá skjal um vinnuvélaréttindi frá Vinnueftirliti
Athugið að ekki er á dagskrá námskeið eins og er. Hægt er að skrá sig og fá póst frá okkur þegar næsta námskeið hefst.