Grunnnámskeið vinnuvélaréttinda og dráttarvélapróf

Dráttarvél með tengitæki

T flokkur
Veitir rétt til að stjórna:

Ökuréttindi á dráttarvél er í flokki T og veita réttindi til að keyra dráttarvél sem við má tengja eftirvagn eða tengitæki. Til þess að geta fengið réttindi á dráttarvél þarf sá hinn sami að hafa náð 16 ára aldri.

Frumnámskeið vinnuvélaréttinda (litla vinnuvélanámskeiðið)

Námskeiðið er kennt hjá Vinnueftirliti ríkisins, sjá upplýsingar um það hér - Vinnueftirlit ríkisins

Grunnnámskeið vinnuvélaréttinda (Stóra vinnuvélanámskeiðið)

Námskeiðið gildir fyrir alla vélaflokka sem krafist er réttinda á og er 60 kennslustundir. Námskröfur eru að nemandi hafi náð 17 ára aldri, en almenn ökuréttindi eru forsenda þess að geta verið með vinnuvélar í umferð utan lokaðra vinnusvæða. Námið er þó hægt að hefja 3 mánuðum fyrir 17 ára afmælið.

  • Staðbundnir kranar og byggingarkranar - A flokkur
  • Farandkranar og hleðslukranar stærri en 18 tm - B flokkur
  • Brúkranar (ekki almennt krafist réttinda) - C flokkur
  • Körfukranar og steypudælu kranar - D flokkur
  • Gröfur þyngri en 4000 kg - E flokkur
  • Hjólaskóflur - F flokkur
  • Jarðýtur - G flokkur
  • Vegheflar - H flokkur
  • Minni jarðvinnuvélar og dráttarvélar með tækjabúnaði - I flokkur
  • Lyftarar með 10 tonna lyftugetu og minni - J flokkur
  • Lyftarar með meiri en 10t lyftigetu - K flokkur
  • Valtarar - L flokkur
  • Útlagningarvélar - M flokkur
  • Hleðslukranar minni en 18 tm - P flokkur

Sjá reglugerð um réttindi til að stjórna vinnuvélum.

 

Skráning á vinnuvélanámskeið