- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Sá sem öðlast hefur réttindi á ökutæki í flokki B má draga tengdan eftirvagn eða tengitæki sem er allt að 750 kg að heildarþunga. Þó má samanlögð þyngd beggja ökutækja, bíls og eftirvagn/tengitækis vera allt að 3.500 kg.
Dæmi:
Ef bíllinn er 3.500 kg í heildarþyngd þá má eftirvagn/tengitæki vera allt að 750 kg í heildarþunga.
Ef bíllinn er 2.500 kg í heildarþunga þá má eftirvagn/tengitæki vera allt að 1,000 kg í heildarþunga og bíllinn
þarf að vera skráður til að mega draga svo þunga kerru.
Athugið að alltaf þarf að miða við skráða heildarþyngd bíls og eftirvagns/tengitækis samkvæmt skráningarskírteini ökutækis.
Til þess að mega draga þyngri eftirvagn á hefðbundnum fólksbíl þarf svokölluð BE réttindi.