Kerruréttindi sem fylgir almennu bílprófi

Um B réttindi (hefðbundið ökuskírteini)
B-réttindi gefa þér leyfi til þess að aka ökutæki sem er 3500 kg (að leyfðri heildarþyngd) með eftirvagn sem er allt að 750 kg =4250 kg

Eftirvagninn má þó vera þyngri en 750 kg, en þá þarftu að leggja saman leyfða heildarþyngd bíls og eftirvagns og sú þyngd má ekki fara yfir 3500 kg. 

Dæmi:

Ef bíllinn er 3.500 kg í heildarþyngd þá má eftirvagn/tengitæki vera allt að 750 kg í heildarþunga.
Ef bíllinn er 2.500 kg í heildarþunga þá má eftirvagn/tengitæki vera allt að 1,000 kg í heildarþunga og bíllinn
þarf að vera skráður til að mega draga svo þunga kerru.

Athugið að alltaf þarf að miða við leyfða heildarþyngd bíls og eftirvagns/tengitækis samkvæmt skráningarskírteini ökutækis.

Skráningarskírteini ökutækis

Til þess að mega draga þyngri eftirvagn á hefðbundnum fólksbíl þarf svokölluð BE réttindi.

Um BE réttindi

BE-réttindi gefa þér leyfi til að aka bíl sem er 3500 kg að leyfðri heildarþyngd með eftirvagn sem er 3500 kg að leyfðri heildarþyngd. 

Áður en nemandi mætir í fyrsta verklega ökutímann þarf hann að hafa sótt um nýtt ökuskírteini hjá Sýslumanni með viðbótinni BE réttindi. Umsókn um ökuskírteini eða námsheimild eins og það er kallað, verður rafræn á næstu mánuðum, en eins og er þarf enn að fara til Sýslumanns og sækja um.

Námið samanstendur af 4 verklegum ökutímum og verklegu prófi og kostar skv.verðskrá 85.000 kr.

Athugið að gjöld til þriðja aðila (Frumherja og Sýslumanns) eru ekki talin með hér.

Að sjálfsögðu getur þú fengið nótu fyrir náminu hjá okkur til að fara með í stéttarfélag.

 

Óska eftir ökukennara fyrir BE Sjá námskrá     

Kennarar á Akureyri

Halldór Örn Tryggvason

Halldór Örn Tryggvason

Kennarar í Reykjavík

Guðjón Andri Jónsson
Guðjón Andri Jónsson

 

Vilborg Sigurðardóttir
Vilborg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sól Ólafsdóttir
Sigurbjörg Sól Ólafsdóttir

Jónas Þór Karlsson
Jónas Þór Karlsson

Kristján Jóhann Bjarnason
Kristján Jóhann Bjarnason