Algengar spurningar

Hvenær má byrja ökunám?

Eins og reglur segja til um í dag má unglingur byrja ökunám sitt við 16 ára aldur. Taka má bóklega prófið þegar tveir mánuðir eru í 17 ára afmælisdaginn og það verklega tveimur vikum fyrir afmælið. Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma í þetta nám því tímaskortur og akstur fara illa saman. Ökunámsferlið er nokkuð langt og við hjá Ekli ökuskóla mælum með því að byrja ökunámið sem fyrst eftir að 16 ára aldri er náð og nýta vel æfingaaksturstímabilið.  Að sjálfsögðu er það síðan einstaklingsbundið hvenær hver og einn getur byrjað ökunámið sitt, það getur spilað inn í árstíð, búseta, efnahagur, persónulegar aðstæður eða löngun til að læra að aka.

Hvar byrjar ökunámið?

Við hjá Eklil ökuskóla höfum tengingu við ökukennara um land allt, við viljum því bjóða þér að hafa samband við okkur hvort heldur er í gegnum síma 4617800 eða með því að fara inn á heimasíðu skólans ekill.is þar sem hægt er að fylla út beiðni sem við höfum kosið að kalla, Mig vantar ökukennara og má finna undir Námskeið. Við munum síðan aðstoða ykkur hvar á landinu sem þið eruð við það að komast í samband við ökukennara.

Umsókn um ökuskírteini, námsheimild.

Eitt af fyrstu verkefnum er að fá námsheimild hjá Sýslumanni.  Inn á heimasíðu Ekils undir Eyðublöð má finna eyðublað sem heitir Umsókn um ökuskírteini.  Prenta þarf þetta blað út og við mælum með því að prenta bls. 2 á bakhlið bls. 1.  Fylla þarf þessa umsókn út og skila síðan Sýslumanns.  Með umsókninni þarf að fylgja mynd í ökuskírteini umsækjanda. Á bls.1 þarf að fylla út nafn, kennitölu ofl.  Ekki gleyma að fylla út nafn ökukennara eða nafn þess ökuskóla sem fræðilegt námskeið er sótt. Krossa þarf við þau réttindi sem verið er að taka, sá sem sækir um atvinnuréttindi og ný ökuréttindi í flokki stór ökutæki þarf að merkja við réttindin sjálf og atvinnuréttindin, það er að segja sá sem sækir um réttindi í flokki D (rúta) merkir einnig við Da (atvinnuréttindi á rútu), þeir sem sækja um atvinnuréttindi á áður fengin réttindi t.d. ef viðkomandi hefur réttindi á rútu erlendis frá sækir þá aðeins um Da (atvinnuréttindi á rútu).

Síðan þarf að fylla út stað og dagsetning og undirskrift umsækjanda. Á bls 2 er krossað við eftir því sem við á í liðnum Yfirlýsing um líkamlegt og andlegt heilbrigði.  Ef svar við einhverjum af fystu spurningum er já þarf að skila inn sjónvottorði frá lækni.  Ef einhverjar athugasemdir eru frá umsækjand hefur hann möguleika að koma þeim á framfæri undir Athugasemdir og að lokum er skrifað undir, staður og dagsetning og undirskrift umsækjanda. 

Hjá sýslumanni þarf einnig að greiða fyrir útgáfu ökuskírteinisins og umsóknaraðilinn þarf að mæta sjálfur til að gefa undirskrift sína sem koma á fram á ökuskírteininu.

Ökunámsbók

Ökunámsbók er samskipta- og upplýsingabók þeirra sem koma að ökunámi. Þegar kennslan hefst afhendir ökukennarinn nemanum ökunámsbók. Hún á að sýna ferli ökunámsins frá fyrsta ökutíma þar til ökuneminn hefur staðist verklegt próf.

Í bókinni eru ýmsar upplýsingar um námið, ökukennarinn færir inn tíma ökunemans að kennslustund lokinni og hefur þar gátlista til hliðsjónar, einnig er í bókinni gátlisti fyrir leiðbeinandann og þar sem akstur í æfingaakstri er færður inn.

Bókin er eign nemandans. Hún á að vera með í öllum kennslutímum. Bókina á að leggja inn til sýslumanns ef sótt er um æfingaleyfi og svo að sjálfsögðu við komu í próf.

Umsókn um æfingaleyfi er í ökunámsbók, ökukennari þarf að staðfesta að hann telji ökunema tilbúinn í æfingaakstur. Ökuskólinn staðfestir að nemandinn hafi lokið við fræðilega hluta Ö1 og tryggingafélag þarf að staðfesta að vátrygging sé í gildi vegna æfingaaksturs.

Áður en til þess kemur að nemandinn fari í próf þarf staðfestingu frá ökukennara og ökuskóla um það að nemandinn hafi lokið við tilskilinn námskeið í verklegri kennslu, fræðilegri kennslu Ö1, Ö2 og Ö3 sem einnig er að hluta til verklegt. Prófdómarar votta í ökunámsbókina þegar neminn hefur staðist próf, skriflegt og verklegt.

Fræðilegt ökunám

Á námskeiðum er farið yfir þau grundvallaratriði sem snerta skilning á umferðinni, helstu umferðarreglur, umferðarmerki, umferðarsálfræði, hvernig verkefni eru unnin o.fl. Einnig er aðstoðað við undirbúning ökuprófs.

Lengd námskeiða er 25 kennslustundir og er þeim skipt í fyrsta hluta ökuskóli 1 (Ö1), annan hluta ökuskóli 2 (Ö2) og þriðja hluta ökuskóli 3 (Ö3).

  • Ö1 er tekinn fyrir æfingaakstur með leiðbeinanda.

  • Ö2 er tekinn áður en farið er í skriflega prófið.

  • Bókleg námskeið fyrir Ö1 og Ö2 tekur yfir 22 kennslustundir sem er hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla, mjög gott námskeið ásamt því að vera þægilegt og ódýrt . Netökuskólinn gefur ökunema kleift að vinna námskeiðið heima á sínum hraða þegar honum hentar og ekkert er sem mælir gegn því að foreldri sitji með unglingum við að fara yfir efnið. 

Ökugerði

  • Ö3 - Ökuskóli 3 fer fram í ökugerði, að jafnaði stuttu fyrir próf, en í undantekningartilvikum er hægt að taka Ö3 á fyrstu þremur árunum eftir að bráðabirgðaskírteini er fengið en þó áður en fullnaðarskírteini er gefið út, þeir sem hér um ræðir eru þeir nemar sem búa langt frá þeim stöðum sem Ö3 námskeiðin eru haldin og eru því undanþegin því að taka Ö3 námskeið fyrir verklegt próf en þurfa að hafa lokið því áður en fullnaðarskírteini er gefið út

Í ökugerði er líkt eftir aðstæðum þar sem veggrip minnkar og þar sem reynir á samspil hraða og veggrips. Nemanum er ætlað að sjá og finna hversu auðvelt og fyrirvaralaust er hægt að missa stjórn á bílnum. Fjallað er sérstaklega um öryggis- og verndarbúnað bifreiða, hvernig áfengi og aðrir vímugjafar sem og þreyta getur haft áhrif á aksturshæfni o.fl.

Hvað þarf að taka marga ökutíma?

Verklega námið er yfirleitt það sem unglingurinn hlakkar mest til, sá hluti er unnin í samstarfi við ökukennara. Mikilvægt er að verklega kennslan í bílnum fari fram samhliða bóklega náminu, þá skilar námið sér best til nemandans.  Fjarnám Ekils ökuskóla kemur þar sterkt út, ökukennari nemandans fær upplýsingar í tölvupósti um gang námsins, hvað var fjallað um á námskeiðinu og upplýsingar um útkomu í skólaprófum nemandans.
Afar mismunandi er hversu marga ökutíma nemandinn þarf. Algengur tímafjöldi er á bilinu 19 - 25 tímar. Námskráin segir að tímafjöldinn eigi að vera að lágmarki 17 - 25. Við leggjum áherslu á að nemandinn taki þá tíma sem honum eru nauðsynlegir áður en hann fer að keyra einn og óstuddur út í umferðinni.

Hvað er æfingaakstur?

Æfingaakstur, leiðbeinandaþjálfunin er í raun viðbótarþjálfun umfram þá kennslu sem ökunemi fær hjá ökukennaranum sínum. Við hjá Ekli ökuskóla mælum sérstaklega með því að unglingurinn notfæri sér að fara í æfingaakstur ef hann hefur til þess nokkra möguleika. Æfingin skapar meistarann, það á við í þessu sem og mörgu öðru.

Sækja þarf fyrri hluta bóklegs námskeiðs Ö1 og fá nauðsynlegan undirbúning í akstri hjá ökukennaranum. Sá sem ætlar að taka að sér að leiðbeina ökunemanum í æfingaakstrinum hefur möguleika á því að fá að sitja í með nemandanum og ökukennaranum í það minnsta eina kennslustund. Ökukennarinn ákveður síðan hvenær ökuneminn er tilbúinn til þess að hefja æfingaaksturinn. Á með æfingaakstri stendur hafið þið aðgang að ökukennaranum með frekari upplýsingar og spurningar sem geta komið upp.

Umsókn um æfingaleyfi er í ökunámsbókinni á blaðsíðu 7. Ökukennari þarf að staðfesta að hann telji ökunemann tilbúinn í æfingaakstur og ökuskólinn staðfestir að Ö1 námskeiðinu sé lokið. Ekki er farið fram á staðfestingu frá tryggingafélagi en skilyrði er að bifreiðin sem notur er sé með gilda lögboðna ökutækjatryggingu. Æfingaleyfi er ekki takmarkað við ákveðnar tilteknar fólksbiffreiðar. Nota má hvaða fólksbifreið sem er, sem uppfyllir sett skilyrði í umsókn um æfingaakstur.

Leiðbeinendur geta verið fleiri en einn, í raun eins margir og hægt er að koma fyrir á eyðublaðinu í ökunámsbókinni, eins er það með bifreiðarnar sem nota á í æfingaaksturinn,  þær geta verið fleiri en ein. Segja má að þessi bók gildi sem nokkurs konar ökuskírteini ökunemans á meðan á æfingaakstri stendur, ökunemi gæti þurft að framvísa henni ef lögreglan hefur afskipti af akstrinum af einhverjum ástæðum.  ATH að ökuneminn má aðeins keyra með þeim sem skráðir eru sem leiðbeinendur hans og aðeins aka þeim bifreiðum sem skráðar eru á leyfi hans.

Eftir æfingaaksturinn tekur ökukennarinn aftur við og undirbýr ökunemann fyrir ökuprófið.

Fötlun — lestrarörðugleikar — tungumál

Ef fatlaðir hafa næga hreyfigetu til að stjórna bíl af öryggi með hjálpartækjum þá er þeim mögulegt að öðlast ökuréttindi. Slíkt er þó háð mati læknis og annarra sem athuga hvernig hjálpartæki vinna í stjórn bílsins. Leitið frekari upplýsinga hjá Ekli ökuskóla.

Dæmi um lestrarörðugleika er lesblinda (dyslexía), torlæsi, ólæsi eða tungumála-erfiðleikar. Þeir sem eiga í slíkum örðuleikum fá aðstoð við lestur í skriflegum prófum. Ef um lesörðuleika er að ræða eða aðra námsörðuleika þarf ökukennarinn og ökuskólinn að fá að vita það frá upphafi náms svo að hægt sé að miða leiðbeiningar í náminu samkvæmt þeim örðuleikum sem um ræðir. Námsgögn sem og próf eru líka til á ýmsum tungumálum. Best er að leita til ökuskólans eða ökukennarans og fá nánari upplýsingar. Fjarnám Ekils ökuskóla hefur komið að góðu gagni fyrir nemendur sem eiga við lesörðuleika að stríða, nemandinn hefur lengri tíma, er ekki öðrum háður og einnig geta foreldrar eða einhver annar setið með og lesið fyrir nemandann.

Hvað þarf að uppfylla fyrir bílpróf?

Áður en próf fer fram á ökunemi að lágmarki að hafa lokið eftirtöldum kennslustundum og náð þekkingar- og færnimarkmiðum námskrárinnar:

Skriflegt bílpróf

  • Ö1: 12 kennslustundir og Ö2: 12 kennslustundir ef námi í ökugerði er ekki lokið eða

  • Ö1: 12 kennslustundir, Ö2: 10 kennslustundir ásamt kennslu í ökugerði (3 kennslustundir í stofu og 2 kennslustundir í bifreið).

  • 14 ökutímar.

Verklegt bílpróf

  • Að lágmarki 16 ökutímar ef námi í ökugerði er ekki lokið eða

  • að lágmarki 15 ökutímar ásamt kennslu í ökugerði (3 kennslustundir í stofu og 2 kennslu- stundir í bifreið).

  • Sérstök athygli er vakin á kröfu um 14 verklegar kennslustundir fyrir skriflegt próf.

Prófdómari á að kanna hvort reglum um áskilið ökunám er fylgt áður en próf fer fram og notar hann ökunámsbók til þess. Því þarf að gæta þess að allar staðfestingar séu fyrir hendi í ökunámsbókinni áður en farið er í próf og að sjálfsögðu að gleyma ekki að taka hana með. Greiða þarf sérstaklega til umsjónaraðila ökuprófa fyrir bóklegt sem verklegt próf. Alla jafna þarftu að klára nám í ö3 áður en verklega prófið er tekið. Á því eru þó veittar undanþágur vegna búsetu.

Hvernig fer ökuprófið fram?

Ökuprófið samanstendur af krossaprófi, munnlegu prófi og akstursprófi.

Krossaprófið er tekið í hópprófi og er svarað á sérstök svarblöð. Spurt er um efni sem nemendur hafa lært í ökuskólanum og hjá ökukennara. Niðurstöðu úr prófi fær próftaki strax að loknu prófi.

Í munnlega prófinu sem tekið er í bílnum áður en farið er í aksturinn er spurt um ýmislegt sem snertir bílinn sjálfan eins og gaumljós, stjórn- og öryggistæki og hlutum sem tengjast viðhaldi bílsins.

Í akstursprófinu er ekið um ákveðnar prófleiðir, prófdómari skráir niður plúsa og mínusa og í lokin kemur í ljós heildar stigafjöldi próftakans. Fái próftaki innan við 10 villur á prófinu hefur hann staðist verklegt próf.

Almenn ökuréttindi, flokkur B, veitir rétt til að aka fólksbifreið að heildarþyngd allt að 3.500 kg.  Farþegafjölda allt að 8 auk ökumanns.  Sendibifreið sem er allt að 3.500 kg í heildarþunga. Þá má draga kerru sem er allt að 750 kg að heildarþyngd ef bílinn sem dregið er með er 3.500 kg. Draga má þyngri kerru en 750 kg en þá má sameiginlegur þungi beggja ökutækja ekki fara yfir 3.500 kg. Þ.e.a.s að bílinn og kerran mega þá ekki sameiginlega fara yfir 3.500 kg í heildarþunga.
Dráttarvél.
Vinnuvél, bara keyra hana en ekki vinna á vinnuvélinni.
Létt bifhjól, vespu.
Bifhjól á þremur hjólum, fjórhjól eða sexhjól.
Torfærutæki, t.d snjósleða, torfærubifhjól.

Ekill ökunám á netinu

Ekill ökuskóli er frumkvöðull í bóklegu ökunámi í fjárnámi á Íslandi og var fyrstur ökuskóla, árið 2004, til að bjóða upp á bóklegt námskeið fyrir almenn ökuréttindi í fjarnámi í samstarfi við Jónas Helgason menntaskóla- og ökukennara á Akureyri.
Í mörg ár hefur skólinn þróað námskeiðin til hins betra og tölur Umferðarstofu um gengi nemenda skólans í fræðilegu prófi ökunámsins staðfest að við erum á réttri braut með okkar efni.  Að baki skólans standa miklir reynsluboltar. Starfsmenn skólans sækja reynslu sína til þróunar á náminu úr ýmsum geirum samfélagsins, þar má meðal annars til telja, menntaskólakennslu, ökukennslu, lögreglustarfi, hjúkrun.