- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Ekill Ökuskóli býður uppá fjöldan allan af námskeiðum hvort sem þú ert að læra á hefðbundinn fólksbíl, vilt verða atvinnubílstjóri eða öðlast vinnuvélaréttindi. Hér fyrir neðan finnur þú lista yfir öll okkar námskeið. Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá hvetjum við þig til að hafa samband.
Við viljum vekja sérstaka athygli á að áður en þú skráir þig á bóklegt námskeið fyrir bílpróf, mótorhjólapróf, skellinörðupróf eða vespupróf þarftu að vera búinn að ákveða hjá hvaða ökukennara þú ætlar að læra verklega hluta ökunámsins. Efst á síðunni getur þú smellt á Mig vantar ökukennara og fyllt út það eyðublað sem þar kemur upp. Starfsfólk Ekils mun aðstoða þig og koma þér í samband við ökukennara hvar á landinu sem er. Þegar starfsmaður Ekils eða ökukennari í þinni heimabyggð hefur haft samband við þig getur þú skráð þig á það námskeið sem þú ætlar að taka hjá ökuskólanum.