- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
B réttindi / fólksbíll
Þegar unglingur hefur náð 16 ára aldri má hann byrja ökunám á bifreið. Taka þarf bóklegt sem verklegt nám sem samanstendur af námskeiðum sem kallast Ö1, Ö2 og Ö3. Bóklegt Ö1 og Ö2 námskeið er hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla. Að loknu Ö1 námskeiði og 10 verklegum ökutímum getur nemandi fengið útgefið æfingaleyfi og hafið æfingaakstur undir leiðsögn, oftast eru það foreldrar sem taka þá leiðsögn að sér. Seinni hluti ökunáms, hefst alla jafna tveim mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn, þá tekur nemandi Ö2 námskeið og verklegt Ö3 námskeið ásamt 6 verklegum tímum hjá ökukennara. Verklegir tímar eru um 16 í heildina, nemendur geta þó þurft fleiri tíma en það er mat nemanda og kennara hverju sinni.
Almenn ökuréttindi í flokki B veita rétt til að aka fólksbifreið að hámarksþyngd 3.500 kg og 8 farþega auk ökumanns.
Sendibifreið sem er allt að 3.500 kg.
Þá má draga kerru sem er allt að 750 kg að heildarþyngd ef bílinn sem dregið er með er 3.500 kg. Draga má þyngri kerru en 750 kg en þá má sameiginlegur þungi beggja ökutækja ekki fara yfir 3.500 kg. Þ.e.a.s að bílinn og kerran mega þá ekki sameiginlega fara yfir 3.500 kg í heildarþunga.
Dráttarvél.
Vinnuvél, bara keyra hana en ekki vinna á vinnuvélinni.
Létt bifhjól, vespu.
Bifhjól á þremur hjólum, fjórhjól eða hjól á fleiri hjólum.
Torfærutæki, t.d snjósleða, torfærubifhjól.
Námskeið fyrir almenn ökuréttindi;
Bókleg sem verkleg námskeið sem samanstanda af námskeiðum Ö1, Ö2 og Ö3. Bókleg námskeið fyrir Ö1 12 kennslustundir og Ö2 10 kennslustundir er hægt að taka í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla, mjög gott námskeið ásamt því að vera þægilegt og ódýrt því taka þarf inn í reikninginn milliferðir frá heimili og til þess staðar sem námskeiðið fer fram. Verkleg kennsla á bílinn u.þ.b 10 tíma fyrir æfingaleyfi er svo best að fari fram samhliða bóklega undirbúningnum og u.þ.b 6 tímar á Ö2 námskeiðinu. Á Ö3 námskeiði er farið í gegnum forvarnir, 5 tíma kennsla sem er blönduð sýni- og fræðileg kennsla þar sem nemandinn er látinn aka skriðvagni (skidcar) sem er sérstaklega útbúinn bíll til æfinga á lokuðu svæði.
Sjá námskrá.