- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Samgöngustofu gaf út í síðasta mánuði uppfærða námskrá fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra. Líkt og áður þá er kjarni og þurfa allir að taka eitt námskeið úr hverjum flokki þessa kjarna. Í dag eru flokkarnir þessir:
Stóra breytingin er hinsvegar sú að nú þarf eitt af þeim fimm námskeiðum sem atvinnubílstjórinn tekur að innihalda verklega kennslu. Dæmi um slíkt getur til dæmis verið verkleg skyndihjálp eða verklegur vistakstur.
Allir þeir sem höfðu þegar lokið við sín fimm námskeið fyrir 18.02.2025 hafa til dagsins 01.06.2025 að endurnýja skírteini sín og atvinnuréttindi. Þeir sem höfðu lokið við verklega skyndihjálp fá það metið sem verklegt námskeið.
Ekill mun áfram kenna námskeið sem tilheyra kjarna flokkunum og bera námskeiðin nöfnin Vistakstur, Lög og Reglur og Umferðaröryggi, bíltækni. Einnig mun Ekill halda áfram með námskeiðin Vöruflutningar, Farþegaflutningar og Óstöðvandi sem atvinnubílstjórar geta tekið sem fimmta námskeiðið.
Ekill hefur verið með verklega skyndihjálp síðustu ár og munum við halda áfram með það námskeið sem hluti af verklegri kennslu.
Ekill mun einnig á næstu misserum koma með fleiri verkleg námskeið til að auka á fjölbreytileiki námskeiða fyrir atvinnubílstjóra.
Við hvetjum alla til að fylgjast með næstu námskeiðum okkar.