- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Ekill hefur opnað á nýtt vefsvæði sem sérstaklega er ætlaður ökukennurum. Opna má svæðið með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan, vefsvæði ökukennara, en slóðina er einnig að finna efst á vefnum okkar https://www.ekill.is.
Svæðið notast við innskráningarþjónustu Ísland.is og því ekki þörf á því að muna notendanafn eða lykilorð.
Svæðið er enn í vinnslu og lítum við á opnun hans sem einskonar beta prófun. Vegna þess kann að koma upp villur eða jafnvel einhver virkni sem ekki virkar eðlilega. Verðir þú var við slíkt viljum við biðja þig um að senda okkur tölvupóst á ekill@ekill.is. Eins tökum við fagnandi við hugmyndum eða uppbyggilegri gagnrýni sem kann að gera kerfið betra fyrir þig sem ökukennara sem og Ekil ökuskóla.
Fari svo að þér takist alls ekki að skrá þig inn viljum við biðja þig um að hafa samband og við könnum það nánar með þér hvað veldur.
Þegar svæðið er opnað birtist þér innskráningarsíða Ísland.is. Til þess að skrá þig inn þarft þú einfaldlega að smella á hnappinn opna island.is og það flytur þig inn auðkenningarsíðu Ísland.is sem við þekkjum frá öðrum vefsíðum. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Í kjölfarið opnast lendingarsíða þar sem stendur.
Innskráning heppnaðist.
Innskráning tókst. Smelltu á takkann hér fyrir neðan til að opna kerfið.
Hér má smella á rauða hnappinn og svæðið ætti að opnast.
Fari svo að svæðið opnist ekki má prófa að skrá sig inn aftur. Það hefur komið fyrir í einstaka tilfellum að skrá þarf inn tvívegis.
Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að smella á tvo hnappa uppi til vinstri og tvo niðri til vinstri.
Hnappurinn Nemendur leyfir þér að sjá lista yfir alla þína nemendur sem hafa tekið námskeið hjá Ekli ökuskóla.
Hnappurinn Ökutímar leyfir þér að skrá ökutíma á nemendur. Þessi virkni er ekki tilbúin að fullu en í framtíðinni vonumst við til þess að hægt sé að skrá ökutíma hér sem fara sjálfkrafa inn á Ísland.is
Undir Mínar stillingar getur þú merkt við hvaða kennsluréttindi þú ert með og skráð það ökutæki sem þú notar við kennslu þegar þú setur inn ökutíma á nemanda þinn í framtíðinni.
Að lokum er Útskrá hnappurinn neðst.
Þegar smellt er á nemendur sér ökukennarinn lista yfir sína nemendur. Margt er hægt að gera og höfum við merkt hverja aðgerð með númeri.
Þegar smellt er á hnappinn Sjá upplýsingar á tiltekin nemanda má sjá allar helstu upplýsingar sem ökukennarinn þarf að vita um nemanda sinn.
Ekill vill sérstaklega benda á dálkinn Námsefni klárað og Námskeið afgreitt sem er hér búið að draga rauðan hring utan um.
Þegar nemandinn hefur klárað síðasta prófið í lotunni hakast sjálfkrafa við reitinn Námsefni klárað. Fari svo að nemandinn hafi einnig á þeim tímapunkti komið öllum gögnum til Sýslumanns og ökunámsbók hefur verið stofnuð mun sjálfkrafa staðfesting sendast í bókina hans á Ísland.is.
Þegar Ekill ökuskóli hefur staðfest að öll gögn eru komin til Ísland.is ásamt því að öllum gögnum hefur verið komið til nemandans staðfestir Ekill ökuskóli námskeiðslok nemandans og grænt hak kemur í reitin Námskeið afgreitt.
Vilji ökukennarinn sjá nánari framvindu nemandans í tilteknu námskeiði má smella á punktanna þrjá lengst til hægri í listanum. Þegar það er gert birtist valmöguleikinn Skoða námskeið en smella þarf á hann og við það opnast yfirlit yfir öll próf.
Þegar námskeiðið er skoðað er hægt að sjá allar lotur ásamt upplýsingum um hvenær nemandinn tók próf í ákveðinni lotu og einkun úr viðkomandi prófi.
Vilji ökukennarinn sjá nánari upplýsingar um prófið er hægt að smella á punktanna þrjá og smella á Sjá próf. Við það opnast próf viðkomandi.
Ekill vill vekja athygli á að því að hver lota inniheldur spurningabanka þar sem kerfið sækir ákveðin fjölda spurninga af handahófi. Það þýðir að mögulegt er að nemendur fái ekki sama prófið og því nauðsýnlegt að skoða hvert próf hvers og eins nemanda sérstaklega.