Annað námskeið ?

Nú er að ljúka bóklegu námskeiði til aukina ökuréttinda. 9 nemendur sóttu síðasta námskeið ásamt því að nokkrir voru að bæta við sig réttindum á hópbifreið. Nokkur aukning hefur orðið á því að fólk sé að bæta við sig réttindum á hópbifreið sem líklega má rekja til væntinga um aukna ferðamennsku til Íslands á komandi sumri.
Fyrirspurnir hafa borist til skólans ............ 
  
 Segja frá á Facebook    

Fyrirspurnir hafa borist til skólans um það hvort annað námskeið verði haldið fyrir sumarið. Ef þátttaka fæst í annað námskeið mun það verða tekið til skoðunar að setja af stað annað námskeið.  Þeir sem áhuga hafa á því að taka námskeið til aukina ökuréttinda eru því beðnir um það að senda tölvupóst á ekill@ekill.is og taka fram nafn og símanúmer.