- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Lögreglan birti eftirfarandi tilkynningu á facebook og heimasíðum embætta ríkislögreglustjóra þar sem sagt er frá því að aukning verði á eftirliti með atvinnuréttindum ökumanna á atvinnuökutækjum.
,,Endurmenntun atvinnubílstjóra – sektir og kyrrsetning
Í 10. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er kveðið á um að ökumenn sem stjórna ökutækjum í C1-, C-, D1- og D-flokki til farþega- og farmflutninga í atvinnuskyni skuli gangast undir endurmenntun á fimm ára fresti.
Frá og með 1. desember næstkomandi hyggjast lögregluliðin á Vesturlandi, Suðurlandi og Norðurlandi eystra, sem fara með sértækt eftirlit með atvinnuökutækjum, kæra ökumenn sem ekki hafa lokið tilskilinni endurmenntun og búast má við sektum.
Frá sama tíma mega ökumenn og flytjendur jafnframt búast við að hafi ökumaður ekki lokið tilskilinni endurmenntun verði ökutækið kyrrsett þar til ökumaður sem uppfyllir skilyrðin tekur við akstri."
Það verður því mikilvægt fyrir atvinnubílstjóra að endurnýja atvinnuréttindin á réttum tíma svo ekki komi til að þeir verði sektaðir eða kyrrsettir.
Námskeið Ekils ökuskóla eru haldin í fjarfundi á laugardögum - hægt ert að skrá sig á póstlista vegna námskeiða hér
Næstu námskeið verða birt undir vefsíðu námskeiða þegar dagsetningar eftir áramót hafa verið ákvarðaðar.