Ekill ökuskóli hefur fengið bifreið til kennslu fyrir pallbíla C1 réttindi og fyrir 16 farþega D1
réttindi.
Á næsta námskeiði sem haldið verður hjá Ekli verður hægt að taka réttindi á bíla sem mega vera allt að 7500 kg í
heildarþunga og hentar mörgum sem þurfa annars ekki réttindi á stærri bíla. Hér getur verið um að ræða fólk sem er
í ýmsu sporti og þarf á stærri réttindum að halda en þau sem B réttindin gefa í dag sem er aðeins 3.500 kg. Þá
eru þessi réttindi einnig talsvert ódýrari en að taka full vörubílaréttindi. Sjá verðskrá hér til vinstri.
Um leið og þátttaka fæst á námskeið verður farið af stað með námskeið fyrir aukin ökuréttindi. Eins og staðan
er þegar þetta er skrifað þá þarf ekki marga til viðbótar við þá sem þegar hafa skráð sig svo að farið
verði af stað með námskeið fyrir aukin ökuréttindi.
Skráning er hafin í síma 4617800 eða 8945985.