Ekill ehf fyrirmyndarfyrirtæki 2021

Fyrirmyndarfyrirtæki 2021
Fyrirmyndarfyrirtæki 2021

 

Ekill ökuskóli ehf hefur verið valið fyrirmyndarfyrirtæki Viðskiptablaðsins og Keldu árið 2021.

 

 

Eins og fram kemur í frétt á vefsíðu Viðskiptablaðsins þá er einkar ströng skilyrði fyrir því að vera valið fyrirmyndarfyrirtæki. 

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2020 og 2019 en rekstrarárið 2018 er einnig notað til viðmiðunar. Þau þurfa að hafa skilað jákvæðir afkomu árin 2020 og 2019 og tekjurnar þurfa að hafa verið yfir 30 milljónir króna hvort ár. Ennfremur þurfa eignir fyrirtækjanna að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2020 og 2019 . Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.

 

 Að fá svona viðurkenningu fyrir vel unnin störf er mjög ánægjulegt og munum við halda áfram á þessari braut. Þökkum öllum okkar viðskiptavinum og starfsfólki fyrir þennan glæsilega árangur. 

Hægt er að lesa viðtal við framkvæmdarstjórann okkar hana Snjólaugu Svölu hérna.