- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Í vikunni fór Jónas Helgason, fyrir hönd Ekils Ökuskóla í heimsókn til Egilsstaða og gaf Menntaskólanum á Egilsstöðum aðgang að Netökuskóla Ekils til kennslu við Starfsbraut skólans.
Nemendur starfsbrautar og kennarar munu njóta góðs af því viðamikla efni, verkefnum og hljóðskrám sem Netökuskólinn Ekill er orðinn gagnagrunnur fyrir.
,, Námsefnið á rafræna vef Ekils er allt unnið og uppfært reglulega af Jónasi Helgasyni. Efnið er umfangsmikið og inniheldur meðal annars bók þar sem nemendur geta hvort sem er hlustað á efni hennar eða lesið það, unnið gagnvirk verkefni og horft á myndbönd sem útskýra námsefnið enn frekar. Netökuskóli Ekils er vistaður á heimasíðu Ekils og er bæði á íslensku og ensku en verður innan tíðar líka aðgengilegur á pólsku.
Kennarar, nemendur og starfsmenn starfsbrautar ME eru mjög þakklátir fyrir aðganginn að vefsvæði Ekils og hlakka til að hefjast handa við undirbúning fyrir ökunámið.
Ökuskólanum Ekli eru færðar kærar þakkir sem og Jónasi Helgasyni, höfundi námsefnisins fyrir að veita Menntaskólanum aðgang að þessu aðgengilega og góða rafræna námsefni sem auðveldar kennsluna og gerir hana áhugaverðari." - Heimasíða ME
Hægt er að lesa fréttina í heild sinni á vef Menntaskólans á Egilsstöðum