- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Ekill ehf hefur keypt allt hlutafé Nýja Ökuskólans. Skólarnir hafa sameinast undir Ekill ehf.
Nemendur sem skrá sig á námskeið í staðnámi í Reykjavík undir merkjum Nýja ökuskólans munu því fá reikning frá Ekli ökuskóla hér eftir.
Við erum virkilega glöð að geta sagt frá því að skólarnir hafa sameinast og að afar hæfur kennarafloti Nýja Ökuskólans mun fylgja okkur í þessari sameiningu.
Nemendur sem eru í námi hjá Nýja ökuskólanum þurfa ekki að örvænta en sömu reglur gilda um þá eins og nemendur Ekils ehf. Öllum nemendum verður sinnt af sama metnaði og þarf enginn að hafa áhyggjur af námsframvindu sinni hvað skuldbindingar ökuskólans varðar, séu nemendur innan reglna skólanna.
Reglur Ekils og Nýja Ökuskólans hafa tekið mið af reglum Samgöngustofu um aukin ökuréttindi.
Reglur ökuskólans
Ökunámið fyrnist á 2 árum. Líði meira en 2 ár frá því að nemi sat námskeið án þess að ljúka fræðilegu prófi þarf nemandinn að sitja námskeiðið að nýju áður en hann gengst undir próf. Sjá nánar í Námskrá aukinna ökuréttinda.
Bóklegt öryggispróf hjá Frumherja fyrnist á 1 ári.Hafi verklegu próf ekki verið lokið á 2 árum frá skráningu áskilur Ekill ehf sér þeim rétti að innheimta því sem nemur hækkun á námskeiðskostnaði að þessum 2 árum liðnum.Námið fyrnist á 4 árum frá upphafi bóklega þáttarins.
Ef nemandi líkur ekki námi á þeim tíma hefur hann því ekki lengur kröfu á ökuskólann.
Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv.því.
Við hlökkum mikið til að taka á móti nemendum okkar í Gjáhellu 17 í Hafnarfirði og í Goðanesi 8-10 á Akureyri.
Gamla logo Nýja Ökuskólans