- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Í tilkynningu á heimasíðu Samgöngustofu kemur fram að atvinnubílstjórar með gilda tákntölu 95 verði ekki sektaðir eingöngu á grundvelli þess hann hafi ekki lokið endurmenntun fyrir 10.september 2018. Handhafar gildra atvinnuréttinda skv. ökuskírteini (tákntölu 95 í gildi) eru því ekki sektaðir í atvinnuakstri. Þetta er ákveðinn hluti atvinnubílstjóra sem gætu því tekið ákvörðun um að fresta endurmenntun sinni um einhvern tíma.
Krafan um endurmenntun er óbreytt, tilkynningin tekur aðeins til þeirra atvinnubílstjóra sem hafa gilda 95 tákn tölu í ökuskírteininu, sá hinn sami verður ekki sektaður á þeim grundvelli að hafa ekki setið endurmenntunarnámskeið þó svo að hafa fengið atvinnuréttindi fyrir 10.september 2008.
Atvinnubílstjóri sem endurnýjaði ökuskírteini sitt t.d 1 sept 2018 og fékk tákntöluna 95 í skírteini sitt án þess að hafa setið endurmenntunarnámskeið er þá með gild atvinnuréttindi næstu fimm árin. Viðkomandi getur engu síður byrjað að sitja námskeiðið. Hann má dreifa þessum fimm dögum niður á næstu fimm ár. Þarf bara að vera búinn að sitja allt námskeiðið fyrir næstu endurnýjun á ökuskírteini sínu 1.sept 2023 til að fá gild réttindi næstu fimm árin þar á eftir.