- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Endurmenntunarnámskeið sem átti að kenna í Símey eftir páska verður fært í fjarfund.
Ekill Ökuskóli vill halda ótrauður áfram en á sama tíma fara eftir reglum um samkomubann, það sem þetta ástand hefur kennt okkur er að notast við tækni sem þegar er til og nýta okkur hana til að ná til nemenda okkar. Fjarfundakerfið sem við notumst við heitir Zoom og er einfalt og þægilegt í notkun. Þátttakendur á námskeiðinu þurfa að hafa aðgang að tölvu með vefmyndavél og heyrnatólum með hljóðnema. Til að mynda er hægt að notast við spjaldtölvu tengda í símaheyrnatól.
Námskeiðin eru á dagskrá dagana 15.-21.apríl
Umferðaöryggi bíltækni 15.apríl
Lög og reglur 16.apríl
Farþegaflutningar 17.apríl
Vistakstur öryggi í akstri 20.apríl
Vöruflutningar 21.apríl
Skyndihjálp Aðkoma að slysavettvangi námskeið er að stórum hluta til verklegt og því verður því frestað þar til álagið á kennurunum, sem allir koma af Slökkvistöð Akureyrar er orðið minna og samkomubann hefur verið felt úr gildi. Nýjasta dagsetning á því námskeiði er 05.júní en þeir sem skrá sig verða látnir vita af öllum breytingum sem kunna að verða.
Námskeiðið kostar 20.000 kr
Ef tekin eru öll námskeiðin hjá Ekil Ökuskóla er fimmta námskeiðið frítt.
5 námskeið á 80.000 kr (hvert námskeið 16.000 kr)