Gleðilega páska

Takk fyrir að velja Ekil ökuskóla


Okkur langar að þakka þér, um leið og við óskum þér og fjölskyldu þinni gleðilegra páska, fyrir að treysta okkur fyrir menntun þinni.
Það skiptir okkar litla ökuskóla, verulega miklu máli. Við reynum stöðugt að bæta okkur, koma með nýjungar inn í námið og viljum vera brautryðjendur í ökunámi á Íslandi. Það hefur verið okkar markmið hingað til og verður héðan í frá.
 
Bóklegt námsskeið í fjarnámi til almennra ökuréttinda (Ökuskóli1&2, Bifhjólanám) var fyrst í boði hjá Ekli ökuskóla á Íslandi og í Evrópu allri.
Fyrsta rafbók til ökunáms var skrifuð af Jónasi Helgasyni og gefin út af Ekli ökuskóla.
Fyrsta meiraprófsnámskeið í fjarnámi var sent út frá Ekli ökuskóla mánudaginn 16.03.2020.
 

Við erum amk verulega þakklát nemendum okkar sem allir eru þeir bestu sem völ er á :) 

Opnunartími um páskana verður sem hér segir:

Tölvupósturinn er opin allan sólarhringinn ekill@ekill.is - við reynum að svara milli þess sem við borðum yfir okkur af páskaeggjum..

Síminn verður ekki opinn fimmtudaginn 6.apríl-mánudagsins 10.apríl - ekki hringja ;) sendið okkur tölvupóst..

Annars erum við mætt hress aftur til vinnu 11.apríl til að halda áfram að þjónusta tilvonandi ökumenn og atvinnubílstjóra :)

 

Bestu páska kveðjur