- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Ekill ökuskóli sendir viðskiptavinum sínum og ökukennurum um land allt óskir um gleðilegt og farsælt komandi ár og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða.
Nýtt ár hjá Ekil byrjar með nýuppfærðum og endurbættum fjarnámsvef á námskeiðum fyrir almenn ökuréttindi og ökuréttindum á bifhjól. Fyrsta námskeið ársins til aukinna ökuréttinda byrjar á fyrstu dögum febrúarmánaðar og ættu áhugasamir um aukin ökuréttindi að fylgjast með auglýsingum um komandi námskeið á ekill.is og í sjónvarpsdagskránni.
Það sem upp úr stendur í starfsemi Ekils ökuskóla á árinu sem er að líða er það að ökuskólinn fékk
námskeið Ö2 í fjarnámi staðfest hjá Umferðarstofu. Það má teljast nokkuð stór áfangi skólans í
því að koma bóklegum námskeiðum til ökuréttinda í fjarnám.
Ekill hefur í dag leyfi Umferðarstofu til að bjóða upp á bókleg námskeið Ö1 og Ö2 fyrir almenn ökuréttindi og bóklegt námskeið til réttinda á bifhjól í fjarnámi. Við hjá Ekil horfum til frekari námskeiða fyrir ökuréttindi og því tengdu í komandi framtíð og ef vel gengur vonumst við til þess að ná næsta skrefi á komandi ári.
Námskeiðum skólans hefur verið vel tekið, við sjáum það best á því að nemendum skólans fjölgar á hverju.