Jæja hvað segir fólkið, á ekki að skella sér á námskeið og verða sér út um frekari ökuréttindi? Hvernig
væri að ná sér í réttindi á pallbíl, rútu eða vörubíl eða jafnvel leigubíl? Námskeið til aukina
ökuréttinda byrjar 8 febrúar klukkan 17:30 hjá Ekil. Kennarar skólans eru hverjum öðrum betri, hver um sig með góða þekkingu á
sínu sviði og hafa miklu að miðla.
Hvaða réttindi langar þig til að taka? Skoðaðu námsskeiðsmöguleika og námskröfur
hér. Einnig er hér uppkast af
stundaskrá sem sýnir hvernig hún gæti litið út. Athugið samt að þetta er ekki endanleg stundaskrá. Stundaskránni sem
þið sjáið er fyrst og fremst ætlað að sýna hvernig tímasetningar gætu litið út. Þegar nær dregur verður ný
stundaskrá sett inn á vefinn sem verður þá með réttum upplýsingum um hvað verður kennt í hverjum tíma. Ef þú hefur
áhuga þá endilega skráðu þig með því að senda tölvupóst á ekill@ekill.is eða með því að
skrá þig í síma 4617800 / 8945985 og ef þig vantar frekari upplýsingar þá endilega hafðu samband.