- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Vegna Covid19 höfum við hafið kennslu í gegnum fjarfund. Við þurfum öll að sýna ábyrgð og fara eftir tilmælum almannavarna og landlæknis. Á þessum tímum þar sem tæknin er til staðar og ekkert því til fyrirstöðu að keyra fjarkennslu í gang, viljum við nýta þennan tíma til að vera fyrst til að bjóða nemendum okkar upp á fjarnáms möguleikann.
Námskeiðið sitja 11 nemendur sem munu láta reyna á þetta form með okkur, allir hafa valið þann kost að vera heima og fylgjast með kennslu í gegnum fjarfund eins og mælst er til.
Við vonumst til að geta í framhaldinu tekið upp fjarfundakennslu fyrir meiraprófið og geta þannig boðið nemum upp á að taka bóklega hlutann heima hjá sér. Við horfum til þessa skrítna tíma með ákveðna bjartsýni í hjarta og fögnum því að stíga út fyrir þægindaramman með þessum breytingum á kennslufyrirkomulagi.