- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Vantar þig réttindi fyrir sumarið? Þá kemur þú í Ekil ökuskóla til að ná því. Hefur þú
réttindi til að draga fellihýsið eða hjólhýsið? Ekki eyðileggja sumarfríið bara vegna þess að þú hefur ekki
réttindi til að draga gististaðinn þinn.....!!!!! Ef þú ert ekki viss um það hvort þú hafir nú þegar réttindi til að
draga kerru þyngri en 750 kg er þér velkomið að vera í sambandi og fá upplýsingar um stöðu þína í síma 4617800.
Það er minna mál að verða sér út um kerruréttindi en þú heldur.......
Framundan er gott ferðamannasumar. Undanfarin ár hefur verið vöntun á hópferðabílstjórum og gera má ráð fyrir að
á komandi sumri verði þar engin breyting á. Þá eru framundan stór verkefni í jarðvinnu, göng um Vaðlaheiði og
stórframkvæmdir á Bakka við Húsavík. Þau réttindi sem þú þarft að hafa til að hafa möguleika á vinnu
við þau verk færð þú hjá Ekli ökuskóla.
Ekill fjárfesti í tveimur bifreiðum til kennslu fyrir aukin ökuréttindi á síðasta ári Daf fyrir C réttindi og Man fyrir CE
réttindi. Því ætti ekki að þurfa að koma til þess að tafir verði á kennslu á verklega hluta ökunámsins. Þá
hefur Ekill aðgang að hópferðabifreiðum bæði til D1 réttinda og fullra hópbifreiðaréttinda.
Hér til vinstri á síðunni er hægt að skrá sig á námskeið hvort heldur er námskeið til aukina ökuréttinda eða
vinnuvélaréttinda.
Sjá stundaskrá fyrir
grunnnám.