Meiraprófsnámskeið

Eftir gott og annasamt sumar á bifhjólanámskeiðum er undirbúningur fyrir námskeið aukina ökuréttindi og vinnuvélaréttindi hafinEigendur felli- og hjólhýsa sem hafa aðeins B ökuréttindi eru hvattir til að kynna sér heildarþyngd vagna sinna og kynna sér í framhaldi að því hvort þeir hafi réttindi til að draga vagninn

B ökuréttindi gefa réttindi til að mega aka bifreið í flokki B sem er allt að 3500 kg í heildarþunga ef bifreiðin er 3500 kg í heildarþunga má aðili með B réttindi tengja aftan í þá bifreið kerru eða vagn sem er allt að 750 kg í heildarþunga.  Ef kerra eða vagn er þyngri en 750 kg má sameiginlegur þungi beggja ökutækja ekki fara yfir 3500 kg í heildarþunga.  Dæmi: Ef bíllinn er 2000 kg og vagninn er 1500 kg má aðili með B réttindi draga þann vagn ef bifreiðin er skráð til að mega draga svo þungan vagn.
Nokkuð hefur borið á því að fólk áttar sig ekki á því að það hefur ekki réttindi til að draga felli- eða hjólhýsið sitt þar sem heildarþyngd þess er komið yfir þá þyngd sem viðkomandi má draga aðeins með B réttindi í ökuskírteini sínu.  Einnig er eitthvað um það að fólk sem er í hestamennsku vantar réttindi til að mega draga hestakerruna. 
Athugið að skráð heildaþyngd í skráningaskírteini er sú þyngd sem miða á við.  Ef sameiginleg heildarþyngd beggja ökutækja er meiri en 3500 kg samkvæmt skráningarskírteini ökutækjanna, en raun þyngd þeirra er undir 3500 kg, þar sem kerran eða vagninn er tómur má aðili með B réttindi ekki draga kerruna eða vagninn. Til þess að mega draga vagninn eða kerruna þarf viðkomandi að hafa BE ökuréttindi.  Skráður heildarþungi er það sem ræður, rétt eins og það að ökumaður með B réttindi má aðeins aka bifreið fyrir 8 farþega, hann má ekki aka bifreið fyrir 16 farþega þrátt fyrir að vera einn í bifreiðinni.

Þeir sem hyggja á námskeið til aukinna ökuréttinda ættu að hafa samband við skólann og láta skrá sig á námskeið.  Um leið og þátttaka fæst verður farið af stað með námskeið til aukinna ökuréttinda og þar á meðal réttindi til að mega draga kerru sem er þyngri en 750 kg aftan í bifreið sem flokkuð er undir B ökuréttindi.  
Þá verður Nýi ökuskólinn með vinnuvélanámskeið á vegum Ekils ökuskóla en Nýi ökuskólinn hefur um árabil boðið upp á það námskeið og líklega fremstur á meðal jafningja á því sviði.  
Skráning fer fram í síma 4617800 eða á ekill@ekill.is