- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Það styttist í vorið og þá verða fákar götunnar teknir fram. Þeir sem ekki hafa ökuréttindi á bifhjól nú þegar geta bætt úr því og farið að undirbúa sig fyrir vorið. Tilvalið er að taka bóklegt bifhjólanámskeið á netinu, klára bóklega prófið og vera klár fyrir vorið til að fara að keyra og undirbúa verklega prófið. Sjá fjarnámsvef Ekils
Þeir sem hafa lokið við bóklega prófið fyrir vorið munu sitja fyrir verklegri kennslu strax og veður og færð gefst. Á Akureyri má reikna með því að hægt verði að fara að keyra seinnipart maí mánaðar.
Lærið hjá þeim sem hafa reynslu og eru sjálfir í sportinu. Lögð er áhersla á góðan undirbúning með fjölbreyttum æfingum á plani áður en til aksturs í umferð kemur. Grétar Viðarsson ökukennari hefur ekið um á bifhjóli frá unga aldri og leggur metnað sinn í það að kynna sér og viðhalda kennsluaðferðum á bifhjól.