Á flugi!!
Námskeið í fyrstuhjálp bifhjólaslysa sem Jón Knutsen skyndihjálparkennari sér um verður haldið í húsnæði Ekils
ökuskóla miðvikudaginn 26 maí klukkan 19:30. Bifhjólafólk er kvatt til að mæta. Markmið námskeiðsins er að gera
þátttakendur betur undir það búna að takast á við og veita rétta fyrstuhjálp ef það kemur að bifhjólaslysi.
Námskeiðgjald verður stillt í hóf aðeins 1000 kr. Skráning á ekill@ekill.is eða í síma 8945985.