- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Í kvöld opnaði Netökuskóli Ekils fyrir kennsluefni sitt á ensku. Jónas Helgason og Ágústína Gunnarsdóttir enskukennari við Menntaskólann á Akureyri hafa unnið að því ötullega síðan í október á síðasta ári að þýða allt kennsluefni Netökuskóla Ekils yfir á enska tungu, settum við svo árangur þessarar vinnu í loftið nú fyrr í kvöld.
Jónas hafði orð á því að hann hefði sjálfur ekki gert sér grein fyrir því hvað þetta væri orðið mikið efni sem Netökuskólinn Ekill hefur komið sér upp í gegnum árin og við getum verið viss um að nemendur okkar fái mjög góðan undirbúning, og nú einnig á ensku, fyrir bóklega og verklega prófið eftir að hafa farið í gegnum námið okkar.
Við munum halda áfram okkar striki og koma með fleiri nýjungar á næstu mánuðum.