Í dag varð tímamótadagur í starfi ökuskóla Ekils þar sem að
Umferðarstofa heimilaði Ö2 námskeið í fjarnámi fyrir bílpróf.
Segja frá á Facebook
Nú þarf ekki lengur að óska eftir undanþágu fyrir námskeið Ö2 í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla.
Umferðarstofa hefur gefið út leyfi fyrir Ö2 námskeiðinu þar sem að Ekill hefur uppfyllt allar kröfur sem til Ö2 námskeið í
fjarnámi voru gerðar af hálfu Umferðarstofu. Mikil vinna liggur að baki þeim kröfum sem settar voru á Ö2 námskeiðið umfram
það sem er í Ö1 námskeiðinu. Búa þurfti til kerfi sem heldur utan um hópamyndun nemenda á námskeiðinu sem eiga að geta
haft samskipti sín á milli inn á námskeiðsvefnum meðan á námskeiðinu stendur, hér er um að ræða flókið kerfi sem
mikil vinna fór í að útbúa. Fyrir nemendur sem vinna síðan í kerfinu er ekki hægt að átta sig á þeirri vinnu sem að
baki því stendur og því flókna kerfi sem að baki liggur. Nemendur þurfa að vinna sameiginlega að verkefnum og eiga samskipti um ýmis
málefni er varðar umferðina. Hér er á ferðinni kerfi sem hefur verið að þróast hjá skólanum allt frá árinu
2004 þegar skólinn byrjaði að bjóða bóklegt námskeið í fjarnámi. Óhætt er að segja að það kerfi
sem lagt var af stað með sé nú löngu horfið og nýtt, betra og fullkomnara kerfi komið í stað þess. Margir voru efins um
bóklegt ökunám í fjarnámi þegar Ekill ökuskóli fór af stað með að bjóða upp á það og einhverjir
það sjálfsagt enn. En nú er bóklegt námskeið fyrir ökuréttindi í fjarnámi orðið að veruleika og loks hægt
að horfa fram á veginn með frekari útfærslur og námskeið.