- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Á fréttavefum landsins er ekki komist hjá því að sjá hversu vont veður er á suðurhluta landsins í dag og næstu daga, í svona veðri á fólk að meta hvort ekki sé betra að halda sig heima en að æða út í óvissu, illa búið en fullt metnaðar um að komast á leiðarenda. Margir hverjir kunna því afar ill að festa sig, þurfa að bíða tímum saman í bílnum sínum, moka sig úr ógöngum með engu öðru en lúkunum berum og verða eldsneytislausir/rafmagnslausir við bið eftir aðstoð. Svona veður á það til að fara mjög í skapið á fólki en það sést best á einni af mest lesnu fréttum á vef morgunblaðsins í dag en þar fjalla 9 af 10 mest lesnu fréttum dagsins í dag um óveður og akstur á einn eða annan hátt.
Þið ákveðið svo bara sjálf hvort ykkur finnst við geta bætt okkur í umferðinni sem og í samskiptum við aðra miðað við þessar fréttir.
Vegna veðurs og ófærðar fellur verkleg kennsla niður í Hafnarfirði í dag, allir tímar og prófin sem eiga að vera á morgun verða færð á nýja dagsetningu og nemendur látnir vita af þessum tilfærslum. Við hvetjum nemendur okkar og aðra til að huga vel að færð á vegum og æða ekki út í óvissuna á meðan veður gengur yfir og snjómokstursfólk sinnir sínu starfi.
Þegar veður gengur yfir viljum við einnig vara við þessu trendi að nýta heitt vatn til að afþýða rúður á bílum.. --> Einn snillingurinn