- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Eitt af því sem þarf til svo að námskeið gangi vel fyrir sig og dragist ekki um of skiptir máli að ökuskólinn hafi yfir að ráða þau tæki og tól sem til kennslunar þarf. Ökutæki fyrir hvern réttindaflokk þarf að vera til staðar. Það getur verið gott að kynna sér þetta.
Ökuskóli sem býður upp á öll ökuréttindi þarf að hafa yfir að ráða nokkrar mismunandi stærðir og gerðir af ökutækjum. Takmark Ekils í því er að Ekill eignist öll þau ökutæki sem til kennslunar þarf. Hér er um nokkra frjárfestingu að ræða en reynslan hefur sýnt að þau ökutæki sem Ekill hefur verið að leigja til kennslunar hafa stundum ekki verið aðgengileg þegar á þarf að halda og því tafir orðið á náminu.
Fyrir létt bifhjól meiga nemendur skaffa sitt eigið ökutæki og því hefur Ekill ekki farið út í það að eiga létt
bifhjól
Sama á einnig við um dráttarvélaréttindi.
Fyrir almenn ökuréttindi á Ekill Volvo S60 R Design
Fyrir bifhjólaréttindi á Ekill Kawasaki ER6 og tvö Kawasaki ER5
Fyrir 16 farþega hópbifreiðaréttindi á Ekill M-Bens Sprinter
Fyrir stærri hópbifreiðaréttindi hefur Ekill aðgang að tveimur rútum til þeirrar kennslu.
Fyrir vörubifreiðaréttindi á Ekill Daf vöruflutningabifreið.
Fyrir eftirvagnaréttindi á Ekill 6 hjóla MAN og 40 feta gámagrind aftan í þann bíl.
Fyrir ökuréttindi á vörubifreið fyrir 7,5 tonn hefur Ekill aðgang að bíl í það, en í undirbúningi að Ekill eignist
bíl til þeirra ökuréttinda.