- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Prófinu hefur verið breytt á sambærilegan hátt og B-prófunum, þannig að í stað 30 spurninga með 3 svarmöguleikum verða 50 fullyrðingar sem svarað er rétt/rangt. Hver fullyrðing gefur eitt stig og próftaki þarf að fá 45 stig til að standast prófið.
Ekki verður lengur um A og B hluta að ræða heldur er prófið ein heild.
30 fullyrðingar tengjast umferðarmerkjum, forgangi, merkjum lögreglu o.s.frv. en 20 fullyrðingar eru almenns eðlis.
Prófin verða í boði á íslensku, ensku, pólsku og arabísku. Upplestur er í boði fyrir alla próftaka á öllum tungumálum með aðstoð vefþulu.
Hægt er að taka prófið á eftirfarandi tungumálum
íslensku
arabísku
ensku
pólsku