- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Á Akureyri hefur verið tekið upp svokallað "shared space" eða sameiginlegt svæði eða rými þar sem umferð vélknúinna ökutækja nýtur ekki forgangs umfram aðra ferðamáta. Svæðið er merkt með rauðri málningu og er á gatnamótum við Oddeyrargötu og Brekkugötu eða hjá Amtsbókasafninu. Þarna ber ökumönnum að sýna sérstaka varúð. Þessari afmörkun er ætlað að hægja á umferð og gera svæðið vistvænna fyrir íbúa og gangandi vegfarendur, verslunareigendur og vinnandi fólk.
Hugmyndafræðin er upprunalega frá Hollandi en þar hefur Holland Knowledge Centre skilgreint þetta hugtak, sameiginlegt rými, sem sem heildrænt skipulag, hönnun og viðhald almenningsrýmis, þar sem hagsmunir og einstaklingsbundin ábyrgð allra notenda þess rýmis eru hafðir í fyrirrúmi.
Annað sameiginlegt svæði þar sem umferð ber að sýna öðrum tillitsemi er upphækkunin á gatnamótum Kaupangstrætis og Hafnarstrætis eða eins og við á Akureyri þekkjum það gatnamótin Gilið og Göngugatan.
Við vonum auðvitað ökumenn verði fljótir að tileinka sér nýjar aðstæður og njóti þess að hægja á sér í dagsins önnum.
“The problem that many towns suffer is that, in trying to accommodate traffic, they have allowed streets to become so heavily dominated by vehicles, that those streets have lost their primary purpose, which is as places that attract people, that attract investment, that attract spending.” - Ben Hamilton-Baillie