Umsókn um námsheimild vegna ökunáms

Um leið og nám hefst þarf að sækja rafrænt um námsheimild. Það er gert með að fylla út umsókn um ökunám hér efst á síðunni.

  • Velja sér ökukennara

  • Velja sér ökuskóla

  • Sækja rafrænt um námsheimild, hér island.is

  • Þegar rafræn umsókn um námsheimild hefur verið send inn, þarf umsækjandi að koma á skrifstofu sýslumanns með passamynd á ljósmyndappapír í stærðinni 35x45 mm, með einlitum bakgrunn ásamt því að gefa undirritun.

  • Ef einni eða fleiri heilsufarsspurningu er svarað játandi í umsóknarferlinu þarf einnig að skila inn læknisvottorði á skrifstofu sýslumanns.

Sótt er um námsheimild á island.is það er gert með rafrænum skilríkjum nemanda og er ekki hægt að sækja um fyrr en nemandi hefur náð 16 ára aldri. 

Eitthvað hefur borðið á því að nemendur hafa samband og óska eftir að við staðfestum lok á námskeiðum, ef eitthvað af gögnum á eftir að skila til sýslumanns þá hefur ekki opnast fyrir námsheimild á island.is. Ekill ökuskóli getur ekki staðfest lok á námskeiði rafrænt fyrr en nemandi hefur lokið við umsókn um námsheimild og skilað inn öllum gögnum.

Við sendum frá okkur staðfestingar á námskeiðslokum daglega, ef námsheimild liggur ekki fyrir er reynt næsta dag og svo koll af kolli.

Athugið - ekki er nóg að sækja um á island.is heldur þarf að skila inn öllum umbeðnum gögnum til sýslumanns áður en opnast á rafræna ökunámsbók. Best er að klára þetta ferli af um leið og skráning fer fram í námskeiðið ökuskóli 1.