Við hjá Ekli ökuskóla höfum orðið vör við að möguleikar til styrkja fyrir almenn ökuréttindi hjá
verkalýðsfélögum séu að aukast.
Eitthvað virðist samt vera mismunandi hvaða rétt hver og einn hefur hjá sínu verkalýðsfélagi, skiptir þar líklega mestu um hvort
viðkomandi unglingur eða sá sem sækir um styrk hafi haft vinnu síðustu mánuði eða ár og greitt til verkalýðsfélags. En
sjálfsagt er fyrir þá sem eru að taka almenn ökuréttindi að kynna sér möguleika til styrkja hjá sínu
verkalýðsfélagi.