- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Ekill ökuskóli og Sjóvá hafa tekið höndum saman og geta nemendur Ekils nú sótt æfingaakstursmerki í útibú Sjóvá um allt land.
Hingað til hafa nemendur fengið æfingaakstursmerkið sent til sín með bréfpósti. Við munum hætta þeim sendingum um miðjan janúar, en bjóða nemendum okkar uppá að óska eftir heimsendur æfingaakstursmerki, ef þeir eiga þess ekki kost að sækja þau í útibú Sjóvá. Af gefinni reynslu geta þær sendingar tekið allt að viku að berast nemendum með póstinum. Eitt æfingaakstursmerki fylgir hverju Ö1 námskeiði og er hægt að óska eftir því á ekill@ekill.is.
Við höfum oft fengið að heyra að nemendur okkar bíði spenntir eftir æfingaakstursmerknu og fari að lengja eftir því um leið og þeir ljúka síðasta verkefninu í ökuskóla 1. Með þessu móti vonumst við til að bæta þjónustu okkar við nemendur skólans og þeir þurfi ekki að bíða límdir við bréfalúguna svo dögum skiptir eftir æfingaakstursmerkinu sínu.
Heimild fyrir æfingaakstri fæst þó ekki með æfingaakstursmerkinu, ökukennari þarf að staðfesta heimild til æfingaaksturs í gegnum island.is og þá fyrst má nemandi hefja æfingaakstur með leiðbeinanda.
Æfingaakstursheimild fæst þegar nemandi hefur lokið við amk 10 verklega ökutíma og ökuskóla 1. Leiðin að ökuleyfinu er vel uppsett á island.is, við hvetjum ykkur til að kynna ykkur hana vel - https://island.is/okunam
Þarna eru leiðbeiningar um hvernig sótt er um námsheimild fyrir ökunema og hvernig aðili getur sótt um að vera leiðbeinandi í æfingaakstri.
Við hvetjum nú nemendur okkar sem ljúka við ökuskóla 1 að renna við í næsta útibúi Sjóvár og sækja sér æfingaakstursspjald, nýta ferðina og fá útskýringar á ökutækjatryggingum áður en fyrsti bíllinn er keyptur.
Til að fá afhent æfingaakstursmerki þarf nemandi að sýna fram á æfingaakstursheimild á island.is og staðfestingu á lokum Ökuskóla 1 hjá Ekli ökuskóla.
Þú getur fundið næsta útibú Sjóvá hér
Gleðilegt nýtt ár !