- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Almannavarnir hafa sett á samkomubann og hertar reglur um fjarlægð milli einstaklinga. Fjarlægð milli ökukennara og nemanda er minni en svo og því munum við loka fyrir tímapantanir í alla verklega kennslu frá og með miðnætti síðustu nótt fram yfir Páska til að leggja okkar af mörkum við að vinna gegn frekari útbreiðslu á Covid19.
Við bendum nemendum okkar á að panta verklega tíma núna í gegnum Noona þannig að þeir eigi tíma bókaðan strax eftir páska. Við munum hafa samband ef einhverjar breytingar verða á og samkomubann heldur áfram. Það er við því búið að sprenging verði í verklegum tímum þegar opnar aftur fyrir kennslu og því gott að vera búin að bóka.
Þessa dagana tökum við einn dag í einu og reynum að nýta þessa daga til góðra verka innanhúss hjá okkur. Nýsköpun á sér einmitt stað í svona árferði og við ætlum að nýta okkur það.
Við erum áfram við símann, með fjarnámið/netökuskólann okkar í fullum gangi og munum á næstu vikum bjóða upp á fleiri möguleika í ökunámi í gegnum netið.. Tímapantanir eru eftir sem áður í gegnum Noona appið eða beint af síðunni okkar hér fyrir ofan. Þið getið sent okkur tölvupóst á ekill@ekill.is eða adstod@ekill.is ef spurningarnar snúa að netökuskólanum.
Ef það þið viljið ná á okkur í síma erum við með hann við hendina frá kl.09:00-17:00.
Höldum okkur heima og nýtum okkur tæknina sem í boði er til að skipuleggja okkur eða sækja okkur nýja þekkingu..