- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Breytingar á reglugerðum um takmarkanir á samkomum og skólahaldi vegna farsóttar taka gildi 18. nóvember og gilda til og með 1. desember nk. Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur og á það við um verklegt ökunám.
Um mjög varfærnar tilslakanir er að ræða og nemendur eru beðnir um að mæta með grímu í verklega tíma, spritta sig við komu og afbóka tímann ef um minnstu einkenni flensu eða kvefs er að ræða.
Varðandi bóklegt nám skal tryggja 2 metra nálægðartakmörkun, tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en tíu einstaklingar inni í sama rými og að ekki sé samgangur milli rýma. Námskeið svo sem meirapróf, endurmenntun atvinnubílstjóra og vinnuvélanámskeið verða áfram kennd í fjarfundi.
Mikilvægt er að fara mjög varlega áfram og stefna frekar á að geta haldið eðlileg jól.