- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Á síðasta ári fjölgaði kennurum Ekils um tæplega 50%, við viljum kynna kennarana fyrir ykkur. Næstu vikurnar munum við birta stutta kynningu á þessum frábæra hóp kennara sem við erum svo heppin að fá að kalla hluta af okkar frábæra hóp.
Í byrjun janúar hittumst við öll í góða stefnumótun á Akureyri. Við byrjuðum daginn í Drift á Akureyri þar sem línur voru lagðar fyrir árið 2025, viðeigandi að starta árinu í mekku nýsköpunar á Norðurlandi enda viljum við vera fremst meðal jafningja þegar kemur að kennslu, gæðum og þjónustu. Eftir góðan fund létu kennarar síðan reyna á hæfni sína í nýja ökuherminum okkar og var helginni síðan slitið með góðum mat og ferð í Skógarböðin.
Við erum full eldmóðs og bjartsýni fyrir komandi ári og hlökkum til að taka á móti ykkur í ökunám til okkar :)
Afrakstur starfsmannamyndatöku má sjá hér til hliðar, ljósmyndarinn Jóndís Inga Hinriksdóttir tók myndina af þessum snillingum sem fannst kjörið að gera smá grín..