- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Jólin komu snemma til okkar í ár en þann 19.desember fengum við afhendan vinnuvéla hermi frá TenStar simulation í Svíþjóð.
Við getum nú boðið nemendum okkar upp á bóklegt og verklegt nám til vinnuvélaréttinda.
Samkvæmt námsskrá vinnuvélaréttinda er krafa um að nemandi fari í amk 16 kennslustunda þjálfun áður en hann þreytir verklegt próf sem Vinnueftirlit ríkisins hefur umsjón með.
Hermirinn okkar er útbúin með motion base sem gefur enn raunverulegri tilfinningu á meðan á þjálfun stendur, nemandi getur valið að notast við stóra skjái eða VR sýndarveruleikagleraugu á meðan á þjálfun stendur.
Við biðjum aðila sem hafa áhuga á að bæta við sig verklegum réttindum á vinnuvél að hafa samband og bóka hjá okkur tíma í herminum. Forkrafa bókunar í hermi er að hafa lokið við Grunnnámskeið vinnuvéla - næsta námskeið verður kennt í lok febrúar 2025.
Hér má sjá video umsögn á TenStar