- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Eftir annasamt sumar hjá Ekli ökuskóla tekur haustið við með sínu sérkennum á námskeiðum. Eftirspurn eftir vinnuvélanámskeiði var mikil í vor og nokkuð um það að aðilar voru of seinir fyrir sumarvinnuna, ekki láta það henta þig að hafa ekki réttindin klár þegar þér býðst vinna. Næsta vinnuvélanámskeið byrjar föstudaginn 27. sept og lýkur sunnudaginn 6. Okt. Næsta námskeið til aukinna ökuréttinda byrjar föstudaginn 11. okt. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella á Skráðu þig á námskeið hér til vinstri á síðunni.
Vinnuvélanámskeiðið er aðeins fræðilegt og gefur réttindi til æfinga og síðan verklegs prófs á allar vinnuvélar. Námskeiðsgjaldið tekur aðeins yfir fræðilega hlutann, engin verkleg kennsla er á þessu námskeiði. Námskeið til aukinna ökuréttinda er bæði bóklegt og verklegt og endar með prófum sem gefa réttindi til aksturs viðkomandi ökutækis. Sjá verðskrá aukin ökuréttindi.
Ath að kynna ykkur möguleika á námskeiðsstyrk frá ykkar stéttarfélagi.
Endilega að setja LIKE á þessa frétt ef þú ert á Facebook.......!!!!!!!!