- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Ótrygg hleðsla er ein helsta orsök alvarlegra umferðarslysa á vörubifreiðum. Farið er yfir þá krafta sem virka á ökutæki og farm þeirra í akstri sem og hvaða festingar tryggja farminn og hvers vegna. Fjallað er um ábyrgð bílstjóra á því að farmur sé tryggilega festur og örugglega sé gengið frá efnum sem geta mengað. Kynnt eru þau skjöl og leyfi sem nauðsynlegt er að þekkja og sem krafist er við vöruflutninga. Festibúnaður og yfirbreiðslur prófaðar.
Forkröfur náms: Ætlað atvinnubílstjórum í akstri ökutækja með ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni.
Atvinnubílstjórar þurfa á fimm ára fresti að endurnýja atvinnuréttindi sín.
Lengd: 7 klst. með matar- og kaffihléum
Námsmarkmið: Markmiðið er að bílstjórinn gangi af öryggi frá og festi mismunandi tegundir farms. Bílstjóri þekki reglur um, notkun farm- og fylgiskjala sem krafist er í flutningum bæði innanlands sem og á milli landa.
Leiðbeinandi: Rúnar Örn Rafnsson
Styrkir v.starfstengds náms
Til upplýsinga, þá geta einstalingur og fyrirtæki sótt sameiginlega (en þó í sitthvoru lagi) um styrk vegna starfstengdrar fræðslu (ath. þetta á ekki við um almennt ökunám).
https://starfsafl.is/sameiginlegur-styrkur-felagsmanns-og-fyrirtaekis/
Við minnum á að öll fyrirtæki á almenna markaðnum, með starfsfólk í Eflingu, Hlíf og VSFK, geta sótt um styrk vegna fræðslu starfsfólks. Ekki þarf að sækja um sérstaka aðild heldur myndast réttur sjálfkrafa samhliða greiðslu á launatengdum gjöldum. Réttur fyrirtækis, óháð stærð, er 3 milljónir króna á ári. Sjá nánar á www.starfsafl.is
Við minnum á að sótt er um styrk vegna fræðslu fyrirtækis á vefgátt sjóða, www.attin.is