- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Bifreið í flokki C1 allt að 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd og 8 farþega án gjaldtöku. Tengdan eftirvagn / tengitæki sem er ekki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.
1. Bifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd og með sæti fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns.
2. Bifreið samkvæmt 1. tölulið, með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er ekki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.
Bifreið sem er ekki meira en 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd. Við bifreið í þessum flokki má tengja eftirvagn / tengitæki sem er ekki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd. ( Undirflokkur C1 ).
Samtengdum ökutækjum með vörubifreið og eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd. enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 12.000 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins
Samtengdum ökutækjum með vörubifreið og eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.
Ökutæki í flokki C með leyfðri heildarþyngd 7.500 kg eða minna (C1) með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 12.000 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins / tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins. ( Undirflokkur C1E ).
Réttindaflokkur C1 gefur réttindi til að aka vörubifreið sem er allt að 7.500 kg að heildarþunga. Þá gefur þessi réttindaflokkur réttindi til að aka bifreiðinni með eftirvagni sem er að heildarþunga 750 kg. Til þess að mega draga þyngri eftirvagn þarf að taka eftirvagnaréttindi flokk C1E.
Aldurskröfur fyrir C1 réttindi eru þau að viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa fullnaðar ökuskírteini fyrir réttindaflokk B. Hann þarf sem sagt að hafa endurnýjað B réttinda ökuskírteinið sitt í fullnaðarökuskírteini.
Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv.því.
Námskeið fyrir C1 réttindi inniheldur;
Atvinnuréttindi: Grunnnám 52 stundir. Stór ökutæki 10 stundir. 8 verklega tíma í akstri að viðbættum próftíma, samtals 9 tíma.
Án atvinnuréttinda: Grunnnám 52 stundir. 6 verklega tíma í akstri að viðbættum próftíma, samtals 7 tíma.
Námsefni; Námsefni grunnnáms sem er, Umferðarfræði 12 kennslust. Umferðarsálfræði 12 kennslust. Bíltækni 12 kennslust. Skyndihjálp 16 kennslust. Í framhaldsnámskeiði fyrir aukin ökuréttindi eru teknar 10 kennslustundir í Stór ökutæki.
Sjá námskrá.
Réttindaflokkur C gefur réttindi til að aka vörubifreið sem er þyngri en 7.500 kg að heildarþunga. Þá gefur þessi réttindaflokkur réttindi til að aka bifreiðinni með eftirvagni sem er að heildarþunga 750 kg. Til þess að mega draga þyngri eftirvagn þarf að taka eftirvagnaréttindi flokk CE.
Aldurskröfur fyrir C réttindi eru 21 árs aldur og hafa fullnaðar ökuskírteini. Hann þarf sem sagt að hafa endurnýjað B réttinda ökuskírteinið sitt í fullnaðarökuskírteini.
Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv.því.
Námskeið fyrir C réttindi inniheldur;
Grunnnám 52 stundir. Stór ökutæki 32 stundir. 12 verklega tíma í akstri að lágmarki að viðbættum próftíma, samtals 13 tíma.
Námsefni; Námsefni grunnnáms sem er, Umferðarfræði 12 kennslust. Umferðarsálfræði 12 kennslust. Bíltækni 12 kennslust. Skyndihjálp 16 kennslust.
Í framhaldsnámskeiði fyrir aukin ökuréttindi eru teknar 32 kennslustundir í Stór ökutæki sem samanstendur af námsefni um stjórnun stórra ökutækja og bíltækni stórra ökutækja.
Sjá námskrá.
Réttindaflokkur BE veitir ökuréttindi til að aka bifreið í flokki B með eftirvagn sem er þyngri en 750 kg. ATH að öruggast er að skoða í skráningaskírteini hvers ökutækis hvað ökutækið má draga þungan eftirvagn og er þá alltaf farið eftir heildarþunga eftirvagnsins ekki eigin þyngd.
Réttindaflokkur C1E og D1E gefur réttindi til að aka vörubifreið í flokki C1 eða hópbifreið í flokki D1 með eftirvagni sem er þyngri en 750 kg að heildarþunga. Þó má sameiginlegur heildarþungi beggja ökutækja ekki fara yfir 12.000 kg ( 12 tonn ).
Aldurskröfur fyrir BE réttindi er 18 ára aldur og hafa fullnaðar ökuskírteini. Fyrir C1E 18 ára og fyrir D1E 21 árs.
Ábyrgð nemenda í verklegu prófi: Í verklegri kennslu telst ökukennari ökumaður bifreiðar skv.lögum og tryggingum. Í verklegu ökuprófi telst próftaki ökumaður og ber því ábyrgð á ökutækinu skv.því.
Námskeið fyrir E réttindaflokk (eftirvagna) inniheldur; Bóklegt námskeið fyrir eftirvagna eru 4 kennslustundir sem er tekið í framhaldi af grunnnámi og þeim framhaldsgreinum sem taka þarf fyrir C1 og D1 réttindaflokka. Verklegar kennslustundir fyrir eftirvagn í flokki C1 og D1 geta orðið allt að 4 kennslustundir sem fer eftir því hvaða réttindi hver og einn hefur fyrir í eftirvögnum.
Námsefni; Námsefni grunnnáms, námsefni framhaldsnámskeiðs eftir því hvort um er að ræða C1 eða D1 að viðbættum 4 kennslust. um eftirvagna. Þá þarf að taka 4 tíma í akstri með eftirvagn að viðbættum próftíma, samtals 5 tíma.
Sjá námskrá.
Námskeið fyrir E réttindaflokk (eftirvagna) inniheldur;
Bóklegt námskeið fyrir eftirvagna, 4 kennslustundir sem er tekið í framhaldi af grunnnámi og þeim framhaldsgreinum sem taka þarf fyrir C og D réttindaflokka. Verklegar kennslustundir fyrir eftirvagn eru 7 kennslustundir og síðan próftími samtals 8 tímar.
Aldurskröfur 21 árs fyrir CE en 23 fyrir DE
Námsefni; Námsefni grunnnáms, námsefni framhaldsnámskeiðs eftir því hvort um er að ræða C eða D að viðbættum 4 kennslustundir í bóklegu efni um eftirvagna.
Þá er nóg fyrir nemandan að taka eftirvagnaréttindi í flokki CE og gilda þau réttindi einnig fyrir DE.
Sjá námskrá.
SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ FYRIR AUKIN ÖKURÉTTINDI