Vinnuvélanámskeið Ekils

Ekill Ökuskóli bíður upp á grunnnámskeið vinnuvélaréttinda (oft kallað stóra vinnuvélanámskeiðið) í fjarkennslu. Námskeiðið veitir réttindi á alla flokka vinnuvéla. Um er að ræða 

  • Staðbundnir kranar og byggingarkranar - A flokkur
  • Farandkranar og hleðslukranar stærri en 18 tm - B flokkur
  • Brúkranar (ekki almennt krafist réttinda) - C flokkur
  • Körfukranar og steypudælu kranar - D flokkur
  • Gröfur þyngri en 4000 kg - E flokkur
  • Hjólaskóflur - F flokkur
  • Jarðýtur - G flokkur
  • Vegheflar - H flokkur
  • Minni jarðvinnuvélar og dráttarvélar með tækjabúnaði - I flokkur
  • Lyftarar með 10 tonna lyftugetu og minni - J flokkur
  • Lyftarar með meiri en 10t lyftigetu - K flokkur
  • Valtarar - L flokkur
  • Útlagningarvélar - M flokkur
  • Hleðslukranar minni en 18 tm - P flokkur

Námskeiðið er 60 kennslustundir þar sem hver kennslustund er 40 mínútur en saman er þetta tvær vikur þar sem kennt er frá 17:30 - 21:45 með hléum inn á milli. Námskeiðsgjaldið er 98.000 -kr. og eru verkalýðsfélögin að styrkja félagsmenn sína.

Skrá mig á námskeið

*Athugið að auglýst námskeið er háð því að lágmarsks þátttökufjöldi náist og verða aðilar látnir vita með góðum fyrirvara.

Algengar spurningar

Hvenær má ég hefja nám fyrir vinnuvélaréttindi?

Námskröfur eru að nemandi hafi náð 17 ára aldri, en almenn ökuréttindi eru forsenda þess að geta verið með vinnuvélar í umferð utan lokaðra vinnusvæða. Námið er þó hægt að hefja 3 mánuðum fyrir 17 ára afmælið.

Kennið þið líka litla vinnuvélanámskeðiðið (Frumnámskeið vinnuvélaréttinda)?

Nei. Það námskeið er kennt hjá Vinnueftirliti ríkisins, sjá upplýsingar um það hér - Vinnueftirlit ríkisins

Er ég skuldbundin til að mæta ef ég skrái mig?

Alls ekki. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að skrá sig. Nokkrum dögum fyrir námskeið sendum við út póst á alla til að fá staðfestingu á skráningu. Ef skráning er staðfest fær viðkomandi send frekari upplýsingar sem og aðgang að námskeiðsgögnum.

Fæ ég réttindi á dráttarvél (T flokkur) eftir vinnuvélanámskeiðið?

Já þú getur fengið réttindi á dráttavél eftir þetta ásamt því að taka sérstakt dráttarvélapróf. Með T réttindum færð þú rétt til að stjórna dráttarvél sem við má tengja eftirvagn eða tengitæki. Til þess að geta fengið réttindi á dráttarvél þarf sá hinn sami að hafa náð 16 ára aldri.