- Netökuskóli Ekils
- Ökuréttindi
- Ökukennara svæði
- Námskeiðin okkar
- Námsgögn
- Verðskrá
Í júlí skrifaði Ekill ehf undir kaupsamning að öllu hlutafé Nýja ökuskólans. Seljandi var Snókur ehf, Kristmundur og Hrafn Einarssynir hafa rekið séð um rekstur Nýja ökuskólans síðan þeir keyptu ET ehf af Einari og Tryggva stofnendum ökuskólans.
Ekill ehf mun yfirtaka reksturinn og verður sameinað félag rekið undir merkjum Ekils ökuskóla frá áramótum.
Nemendur Nýja ökuskólans þurfa ekki að örvænta, en við munum taka vel á móti gömlum nemendum Nýja ökuskólans og klára þeirra nám*.
Ekill ökuskóli hefur haldið úti skrifstofu í Gjáhellu 17 í Hafnarfirði, þar sem Sigurbjörg Ólafsdóttir hefur staðið vaktina og haldið úti verklegri kennslu. Hún fær nú aukinn félagsskap af kennurum Nýja ökuskólans sem bætast við hóp framúrskarandi kennara Ekils ökuskóla.
Guðrún Kristín Benediktsdóttir og hennar hæfa lið kennara mun standa vaktina og mennta með okkur framúrskarandi ökumenn framtíðarinnar.
Nemendur Ekils ökuskóla, og fyrrum nemendur Nýja ökuskólans, þurfa að lúta reglum Samgöngustofu þegar kemur að námi til meiraprófsréttinda. Nemendur sem hafa ekki lokið námi vegna meiraprófsréttinda sem setið var fyrir júlí 2024 , þurfa að ljúka við öryggispróf Frumherja og hafa síðan samband við skrifstofu Ekils til að bóka verklega tíma.
Meiraprófs ökunámið fyrnist á 2 árum. Líði meira en 2 ár frá því að nemi sat námskeið án þess að ljúka fræðilegu prófi þarf nemandinn að sitja námskeiðið að nýju áður en hann gengst undir próf. Sjá nánar í Námskrá aukinna ökuréttinda.
Bóklegt öryggispróf hjá Frumherja fyrnist á 1 ári.
Hafi verklegu próf ekki verið lokið á 2 árum frá skráningu áskilur Ekill ehf sér þeim rétti að innheimta því sem nemur hækkun á námskeiðskostnaði að þessum 2 árum liðnum.
Námið fyrnist á 4 árum frá upphafi bóklega þáttarins. Ef nemandi líkur ekki námi á þeim tíma hefur hann því ekki lengur kröfu á ökuskólann.