Bílpróf námskeið á netinu

Snemma á þessu ári var námskeið Ö2 í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla viðurkennt af Umferðarstofu.  Bóklegt námskeið til almennra ökuréttinda í fjarnámi hefur verið vel tekið af okkar viðskiptavinum og fer þeim stöðugt fjölgandi sem finnst þægilegt að taka bóklega námskeiðið á netinu.

Meiraprófsnámskeið

Eftir gott og annasamt sumar á bifhjólanámskeiðum er undirbúningur fyrir námskeið aukina ökuréttindi og vinnuvélaréttindi hafin.  Eigendur felli- og hjólhýsa sem hafa aðeins B ökuréttindi eru hvattir til að kynna sér heildarþyngd vagna sinna og kynna sér í framhaldi að því hvort þeir hafi réttindi til að draga vagninn.