11.01.2012
Ef næg þátttaka fæst á námskeið til aukina ökuréttinda og eða vinnuvélaréttinda mun námskeið verða haldin
í febrúar eða mars næstkomandi. Dagsetning er ekki komin á námskeiðin en verður send út um leið og næg þatttaka er komin.
10.01.2012
Fyrirhugað er að halda vinnuvélanámskeið á Þorshöfn ef næg þátttaka fæst.Um er að ræða svo kallað stærra
námskeið sem gefur réttindi á allar vinnuvélar.Námskeiðið tekur yfir 80 kennslustundir þar sem hver kennslustund er 40 mín.
02.01.2012
Við hjá Ekli ökuskóla höfum orðið vör við að möguleikar til styrkja fyrir almenn ökuréttindi hjá
verkalýðsfélögum séu að aukast.Eitthvað virðist samt vera mismunandi hvaða rétt hver og einn hefur hjá sínu verkalýðsfélagi, skiptir þar líklega mestu um hvort
viðkomandi unglingur eða sá sem sækir um styrk hafi haft vinnu síðustu mánuði eða ár og greitt til verkalýðsfélags.
02.01.2012
Frá og með 1.janúar 2012 mun verðskrá skólans breytast, sjá verðskrá hér til vinstri á síðunni.
Þrátt fyrir að hækkanir á ýmsum vörum og þjónustu á síðustu mánuðum og árum sem ökuskólinn
þarf að kaupa hefur hækkun á verðskrá skólans verið óbreytt frá því 2007.