Sameiginleg svæði
23.07.2024
Á Akureyri hefur verið tekið upp svokallað "shared space" eða sameiginlegt svæði eða rými þar sem umferð vélknúinna ökutækja nýtur ekki forgangs umfram aðra ferðamáta. Svæðið er merkt með rauðri málningu og er á gatnamótum við Oddeyrargötu og Brekkugötu eða hjá Amtsbókasafninu. Þarna ber ökumönnum að sýna sérstaka varúð.