ADR námskeið komið á dagskrá

Ekill ökuskóli í samstarfi við Einar Guðmundsson ADR kennara verða með námskeið á Akureyri dagana 25.-28.nóvember !

Ætlar þú að taka meiraprófið á næst ári ?

Árið 2023 verður viðburðaríkt hjá okkur eins og áður, við munum bjóða upp á fjögur námskeið til aukinna ökuréttinda á árinu og tvö námskeið eru áætluð í grunnnámskeiði vinnuvélaréttinda.

Fyrirhugaðar breytingar á verðskrá

Höfum haldið okkur við verðlagningu frá 2020 - í gegnum 4 launahækkanir og ríflega hækkun á eldsneytisverði..

Nú er hægt að sækja um fyrsta ökuskírteinið á netinu

Nú geta þeir sem eru að sækja um fyrsta ökuskírteinið sótt um það á vef Ísland.is

Ekill ehf fyrirmyndarfyrirtæki 2021

Ekill ehf var valið fyrirmyndarfyrirtæki Viðskiptablaðsins og Keldu árið 2021

Sumarfrí

Við tökum sumarfríin okkar í júlí, sem þýðir að ökukennsla verður með rólegra móti í júlí. Munið að alltaf er hægt að panta tíma í gegnum Noona appið og fá svör við spurningum í gegnum tölvupóstfangið ekill@ekill.is. Við tökum hress á móti ykkur eftir sumarfrí.

Lokað fyrir verklega ökukennslu næstu 3 vikur

Takmarkanir heilbrigðisyfirvalda ná til okkar í því formi að næstu þrjár vikur verður ekki leyfilegt að kenna verklega ökutíma. Við munum leiðrétta tíma nemenda og biðjum við ykkur um að fylgast með í Noona appinu og sýna okkur þolinmæði á meðan við komum þessu öllu í rétt horf aftur. Við óskum ykkur gleðilegra páska, verðum vissulega hér á skrifstofu Ekils og svörum símtölum og tölvupóstum eins og þeir berast :)

Gleðilega hátið

Ekill Ökuskóli óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar í umferðinni á komandi ári. Við ætlum að taka því rólega yfir jól og áramót og hafa lokað á skrifstofu okkar til 5.janúar, við munum svara tölvupóstum, símtölum eins og hægt er og Netökuskóli Ekils verður með fulla starfsemi eins og vanalega.

Verklegt ökunám hefst aftur á morgun

Ökunám stöðvað til 17.nóvember

Vegna hertra aðgerða í baráttunni við Covid19 verður verklegt ökunám afnumið til 17.nóvember..