07.10.2020
Vegna hertra sóttvarnaaðgerða verður kennsla í Reykjavík felld niður til 19.10.20 hjá Ekil Ökuskóla. Verkleg próf hafa verið felld niður en bóklegum prófum verður haldið áfram eins og hægt er með tilliti til sóttvarna.
Ekill Ökuskóli mun ekki taka við nemendum af höfuðborgarsvæðinu og kenna þeim verklega tíma utan höfuðborgarinnar til 19.10.20 ...
30.07.2020
Vegna frétta frá sóttvarnalækni um hertar aðgerðir frá 31.07.20 munum við fara fram á það við nemendur að þeir beri sóttvarnargrímur í tíma og hafi á sér hanska. Við munum ekki hætta að kenna verklega tíma fyrst um sinn og sjá hvert þetta leiðir okkur.
Nemendur eru beðnir um að spritta sig við komu og setja upp grímu og hanska sem í boði verða á staðnum. Hafi nemendur einhver einkenni um Covid 19 veiruna eða hafi þeir verið í samneyti við aðila sem mögulega hafa veiruna eru þeir vinsamlega beðnir um að afpanta tímann sinn og halda sig heima.
Enn og aftur - við erum öll almannavarnir
29.07.2020
Vegna sumarfría verða mögulega tafir á símsvörun hjá Ekil Ökuskóla í ágúst. Við bendum viðskiptavinum okkar og nemendum skólans að hafa samband með tölvupósti á ekill@ekill.is eða nýta sér spurninga blöðruna í hægra horni síðunnar. Við munum svara öllum við fyrsta tækifæri.
Meiraprófsnámskeið í fjarfundi mun fara í gang 8.september og Vinnuvélanámskeið 27.ágúst að öllu óbreyttu.
11.04.2020
Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra sem átti að kenna í Símey eftir páska verður fært í fjarfund..
24.03.2020
Almannavarnir hafa sett á samkomubann og hertar reglur um fjarlægð milli einstaklinga. Fjarlægð milli ökukennara og nemanda er minni en svo og því munum við loka fyrir tímapantanir í alla verklega kennslu frá og með miðnætti síðustu nótt fram yfir Páska til að leggja okkar af mörkum við að vinna gegn frekari útbreiðslu á Covid19.
16.03.2020
Vegna Covid19 höfum við hafið kennslu í gegnum fjarfund. Námskeiðið sitja 11 nemendur sem munu láta reyna á þetta form með okkur.
28.02.2020
Nokkrar línur vegna óvissustigs Almannavarna vegna Kórónaveirunnar 2019-nCoV.
19.02.2020
Vinnuvélanámskeið sem hefst á morgun verður kennt í Símey að Þórsstíg 4 á Akureyri.
14.02.2020
Kennd verða öll námskeið endurmenntunar á tveim helgum í lok febrúar..
11.02.2020
Stóra vinnuvélanámskeiðið hefst 20.febrúar (ekki 21.febrúar)...