Bifhjólaleiga Ekils

Í sumar verður starfrækt bifhjólaleiga hjá Ekli.Við munum hafa í 7 hjól til leigu í sumar, 4 Kawasaki versys, 1 kawasaki ER6 og 2 Suzuki V-storm. Allt eru þetta 650cc hjól.

Vinnuvélanámskeið á Akureyri

Vinnuvélanámskeið á Akureyri byrjar föstudaginn 1 júní klukkan 17:30 enn er laust pláss, áhugasamir skrái sig á námskeið hér fyrir neðan.Námskeið til vinnuvélaréttinda hjá Ekli ökuskóla er haldið í samvinnu við Nýja ökuskólann sem hefur um árabil boðið upp á vinnuvélanámskeið og án efa fremstir á því sviðið hér á landi  Skráning á vinnuvélanámskeið Akureyri.

Meiraprófsnámskeið í maí...

Fyrirhugað er að bjóða upp á námskeið til aukinna ökuréttinda á Akureyri ef næg þátttaka fæst.Nú er um að gera að ná sér í réttindi á hópbifreið fyrir sumarið, spáð er mikilli aukiningu á ferðamanni til landsins í sumar og þá er möguleiki að hægt verði að komast í vinnu við keyrslu hópbifreiða í sumar.

Harkaranámskeið

Harkaranámskeið fyrir akstur leigubifreiða verður haldið hjá Ekli ökuskóla ef næg þátttaka fæst. Áhugasamir skrái sig á skráning hér fyrir neðan.Fyrirhugað er að halda námskeiðið í maí.

Ekill bætir við bíl í meiraprófið

Fest var kaup á bíl til kennslu fyrir C réttindi, vörubíl. Um er að ræða 12 tonna Daf 55 230 hp.Bíll sem hentar vel í kennsluna er lipur og þægilegur til að keyra og læra á.

Ökuskóli 3

Frá og með 1 maí þurfa nemendur á Eyjafjarðarsvæðinu að hafa tekið Ökuskóla 3 áður en bóklegt og verklegt ökupróf er tekið.Nemendur þurfa að leita til síns ökukennara eða ökuskóla og fá upplýsingar um feril þess hluta ökunámsins.

Aukin ökuréttindi Meirapróf Akureyri

NÁMSKEIÐ BYRJAR FÖSTUDAG 24 FEB KL 17:00   Næstu námskeið í meiraprófum og vinnuvélanámskeiðum verða í byrjun febrúar eða um leið og næg þátttaka fæst.Þeir sem áhuga hafa á því að taka aukin ökuréttindi eða vinnuvélaréttindi eru kvattir til að skrá sig hér fyrir neðan eða að hringja í síma 4617800 eða 8945985.

Vinnuvélaréttindi á Höfn

Ef næg þátttaka fæst verður haldið 80 kennslustunda vinnuvélanámskeið á Höfn.Vinnuvélaréttindi sem gefa réttindi á allar vinnuvélar. Ekki er þörf á því að hafa litla vinnuvélaprófið til að geta setið stærra vinnuvélanámskeiðið.

Meirapróf og vinnuvélanámskeið Húsavík

Ef næg þátttaka fæst á námskeið til aukina ökuréttinda og eða vinnuvélaréttinda mun námskeið verða haldin í febrúar eða mars næstkomandi. Dagsetning er ekki komin á námskeiðin en verður send út um leið og næg þatttaka er komin.

Vinnuvélanámskeið á Þórshöfn.

Fyrirhugað er að halda vinnuvélanámskeið á Þorshöfn ef næg þátttaka fæst.Um er að ræða svo kallað stærra námskeið sem gefur réttindi á allar vinnuvélar.Námskeiðið tekur yfir 80 kennslustundir þar sem hver kennslustund er 40 mín.